Gæsapartý

Skemmtileg helgi að baki.  Í gær fór ég í gæsapartý, það var verið að gæsa hana elsku Bertu.  Við erum búnar nokkrar sem tengjumst henni að undirbúa daginn í nokkra daga og það er ekki laust við að það hafi verið erfitt á köflum að hitta hana og passa sig á því að tala ekki af sér.  En við náðum að líma fyrir munninn á okkur og komum henni þokkalega á óvart í gær.

Við hittumst í heimahúsi kl 13:30 í gær og fljótlega kom limmósína til að ná í okkur.  Limmósínan keyrði svo með okkur heim til Bertu.  Bílstjórinn var sendur inn til að ná í hana, hún var reyndar ekki alveg á því að koma með honum strax þar sem hún hélt að það væri verið að ná í aðra stelpu í blokkinni hennar sem gifti sig í gær.  Svipurinn á henni þegar hún kom inn í bílinn til okkar var óborganlegur, hún sá okkur auðvitað ekki en við gátum fylgst með hverju einasta svipbrigði hjá henni.  Ég er frekar fúl að myndavélin brást mér í gær, týpiskt að svoleiðis gerist á svona degi.... en ég fæ myndir hjá hinum.  Mínar myndir eru allar eins og hreyfðar því það var skítur á linsunni:(

P1010014

Við fórum fyrst með Bertu i starfskynningu hjá Dominos.  Hún var bara frekar róleg þar, enda vissi hún ekki hvað beið hennar seinna um daginn.  Hún var rétt að renna niður pizzunni þegar hún sá tvö mótorhjól stoppa fyrir utan Dominos.  Henni varð ekki um sel, enda aldrei farið á mótorhjól áður.  Hún lét sig hafa það og skemmti sér vel á hjólinu.  Hún fór í langan hjólatúr sem endaði svo upp í World Class.  Þar tók á móti henni einkaþjálfari og dansari og fékk hún að púla þar í heilan klukkutíma, einkaþjálfarinn ætlaði ekki að hleypa henni út af staðnum fyrr en hún var búin að mæla í henni blóðþrýstinginn, hehe.... eftir klukkutíma púl, sveitt og sæt kom Ásgeir Kolbeins inn á World Class með stóra Shrek blöðru, klappaði á öxlina á henni og sagði henni að hún ætti að koma með sér.  Og svipurinn Oh my god.... hún fékk áfall.  Hún lét sig hafa það að fara með Ásgeiri og rúntuðu þau niður laugarveginn og fleira og endaði þessi bílferð upp á Rauðavatni..... Berta var nú nokkuð sátt við Ásgeir eftir að hafa kynnst honum ágætlega og var sérstaklega ánægð með að hann gaf henni bíómiða fyrir alla fjölskylduna á Shrek....

P1010037

Við Rauðavatn renndi Berta fyrir fisk... en komst fljótlega að því að það voru ekki fleiri fiskar í sjónum fyrir hana.  Við gáfum henni samlokur, bara notalegt í piknik.   Henni brá heldur í brún þegar hún sá allt í einu jólasvein, já í fullum skrúða koma hlaupandi til okkar og sagði henni að drýfa sig á fætur, hún færi í bílferð með jólasveini í JÚNÍ. 

P1010041

Jólasveinninn keyrði hana í Ljós og þar fékk hún að fara í sturtu, maðurinn hennar tilvonandi hafði græjað föt fyrir hana og komið þeim á ljósastofuna.  Hún var svo sótt þangað og keyrð beint á Ölver.  Þar biðu hennar fullt af vinkonum og kunningjum í gegnum árin, bæði frá Hólabergi, Hamraskóla, Blakinu, fyrrum skólafélagar og fleiri.  Berta tók sveifluna í í karaokí við mikinn fögðuð fyrir viðstadda.

P1010044

Það var svo haldið í partý í heimahúsi, þar var matur, farið í minningaleik og borðuð TYPPAKAKA.  Mjög skemmtilegur dagur sem ég held að Berta hafi notið jafn mikið og við sem stóðum í undirbúningnum.

P1010048

Out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert snillingur Kolla......þessi dagur var ótrúlegur í alla staði og á ég aldrei eftir að gleyma honum:) Að ég færi á mótorhjól, á rúntinn með Ásgeiri Kolbeins á sundbolnum einum fata, syngi í karokí og bæði um að fá að syngja meira er eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera!!!
Það er yndislegt að eiga þig sem vinkonu og gæti ég ekki verið ánægðari með daginn:) Takk fyrir mig elsku Kolla**

Berta gæs (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband