Hæ Hó Jibbý Jei

Til hamingju með daginn   17. júní Smile

Ég hef aldrei verið mikið hrifin af 17. júní, það er að segja þeim hátíðarhöldum sem tilheyra þessum degi.  Fólk allsstaðar, hvergi bílastæði, raðir af fólki að kaupa blöðrur, þegar röðin kemur að þér þá er uppáhalds blaðra barnsins uppseld...  þá er betra að fara bara í pönnukökukaffi til mömmu og pabba.  Sem betur fer eru synir mínir sammála mér.

Við tókum þó smá forskot á hátíðardaginn 17. júní, á föstudaginn en þá var haldin sumarhátíð á leikskóla yngsta sonar.  Farið var í skrúðgöngu og hittust öll börn og foreldrar + systkini leikskólabarna af fjórum leikskólum hér í Seljahverfinu.  Gengið var saman með lúðrasveit verkalýðsins og endaði gangan við elliheimilið Seljahlíð en þar var sungið fyrir gamla fólkið.  Blöðrur, fánar og endað í grillveislu í leikskólanum.  

Tók nokkrar myndir, það verður að klikka á myndirnar til að sjá þær stærri.

P1010002   P1010003

P1010015   P1010022

Njótið dagsins

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Frábært framtak. Gleðjast saman og gleðja aðra. Þannig á þetta að vera. Ekki pirrast í einhverjum troðningi í miðbænum. Svooooo sammála.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband