DDV

Í mörg ár hef ég verið að berjast við aðeins of háan blóðþrýsting.  Við hjónin ákváðum nú í sameiningu að reyna að koma honum niður og ætluðum við að nota aðferð DDV til þess.... margir þekkja þetta sem danska kúrinn.   Við höfum bæði heyrt mjög góðar sögur um þennan kúr og höfum lesið okkur aðeins til um hann.  Kúrinn byggist upp á mjög hollu mataræði og miklu grænmeti, sem dæmi má nefna að daglega á að borða 600 gr af grænmeti, 290 gr af kjöti eða fisk, 2 brauðsneiðar, 4 ávexti, 500 ml af mjólkurvörum og svo eitthvað aðeins meira.... 

VITIÐ ÞIÐ HVAÐ 600 GR AF GRÆNMETI ER MIKIÐ?  JAFNVEL ÞÓTT ÞVÍ SÉ SKIPT Í TVÆR MÁLTÍÐIR?  Án gríns, þetta er ekkert grín.  Þetta er rosalega mikil vinna að ná að borða allt þetta magn, troðfullur diskur af grænmeti.  Það hlýtur að vera einhver önnur leið til að velja.  Þessi leið allavega hentar mér ekki.... ég er full upp í kok af grænmetinu sem ég borðaði í kvöldmatnum (já, ég náði að klára minn skammt, hmmmmmm, taki til sín sem vilja) en ef ég ætti að ná að borða allt sem ég á eftir að borða í dag yrði ég fram á kvöld og myndi trúlega þurfa að skila því.  Og akkúrat núna er mér bara óglatt af grænmetisáti og ekki séns að ég geti borðað meira í dag. 

Nei, DDV hentar mér ekki.... því miður.  Ég verð bara að samgleðjast þeim sem geta farið eftir þessum kúr og leita mér að einhverju öðru.

Kolbrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband