Á sandölum og ermalausum bol

Skólaslit hjá stóru strákunum mínum í dag.  Ég fór fyrst með þeim yngri í Seljakirkju í morgun og það örlaði fyrir auka hjartsláttum hjá mér, þegar hann fékk einkunnirnar sínar.  Sjálf er ég með mikinn metnað fyrir námi og gekk vel í skóla.  Ég lærði þangað til ég var viss um að ég kynni efnið mjög vel og það skilaði mér slatta af verðlaunum við stúdentsprófið:)  Mér hefur fundist vanta smá metnað í mína stráka og því var ég með smá kvíðahnút í maganum yfir dómi dagsins.  En ég hefði ekki þurft að hafa miklar áhyggjur, báðir strákarnir mínir stóðu sig vel á prófunum og luku sínu skólaári með um 8 í meðaleinkunn. 

Það var því tilefni til að gera dagamun í dag.  Við byrjuðum á því að fara í skóbúð og keyptum sandala á mannskapinn, við verðum jú mikið í sól og hita í sumar og því verða þeir að eiga góða opna skó.  Síðan fórum við og fengum okkur að borða á American Style.  Sá yngsti vildi auðvitað setjast að á veitingastaðnum.  Bæði fannst honum fría áfyllingin á gosinu afskaplega freistandi og svo var það barnaherbergið sem honum fannst enn meira spennandi.  Í kvöld ætlum við að hafa það kósý yfir vídeó og poppi...

Góða helgi

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Á sandölum og ermalausum bol...

Flottir GAURARNIR, ég reyndar bjóst ekki við neinu öðru enda náfrændur mínir og ákveðnar væntingar í gangi.

Ingi Geir Hreinsson, 9.6.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hva!! eruð þið öll skyld hérna á blogginu!?

ætla nú bara samt að leyfa mér að óska þér til hamingju með flotta stráka.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Rebbý

flottar einkunnir .... óskaðu þeim til lukku með þær frá mér 

Rebbý, 9.6.2007 kl. 17:43

4 identicon

Flott hjá strákunum til hamingju með þá.Ég er alveg til í að vera alltaf á amerycan styl með Emil ég skil hann alveg það er frábær matur þarna. Við Emil þurfum sko að borða á góðum stað við erum svoooo flott. 

                               KV Erla

Erla (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband