22.7.2006 | 19:10
Æskuvinkonan
Ég er nýorðin áskrifandi af DV, finnst frábærir föstudagarnir núna þar sem svo mörg blöð koma inn um lúguna á föstudagsmorgnum. Þar sem ég var að vinna í síðustu viku, þá geymdi ég mér blaðið í gær þangað til í morgun.
Ég gleypti það í mig eins og venjulega en staðnæmdist við eina síðuna.... Eldhúsið mitt var yfirskrift síðunnar og þar var viðtal við æskuvinkonu mína síðan í Austubæjarskólanum og hún hélt á litlu barni sínu. Það rifjaðist ótrúlega mikið upp þegar ég las þessa grein, en það sem kannski kom mér mest til að hugsa, var að ég hef aldrei komið heim til þessarar stelpu og ég hef aldrei séð hvernig hún býr, ég hef aldrei séð manninn hennar og ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir, hvað þá barnið hennar.
Allan grunnskólann og framhaldsskólann vorum við límdar saman. Við fórum allt saman, fyrsta fylleríiið með hvítvínið sem við földum í húsgarði í miðbænum, fyrstu tjaldútileguna, við urðum unglingar saman, við fermdust á sama degi, við útskrifuðumst sem stúdentar á sama tíma, við áttum báðar Lödu sem okkar fyrsta bíl og í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda án foreldra minna var ég með henni, í París, og við elduðum okkur steiktan camenbert ost.....
Leiðir skildu þegar hún fluttist erlendis í nám. Ég fór tvisvar að heimsækja hana til útlanda og saknaði hennar alveg ótrúlega mikið í þessi ár. Ég hreinlega taldi niður dagana þangað til hún flutti heim til Íslands aftur. Ég gat ekki beðið eftir að hringja í hana þegar ég vissi að hún var kominn til landsins og mig langaði svo að hitta hana. Af einhverjum ástæðum, þá náðum við ekki saman þegar hún fluttist heim aftur og hún var búin að vera á Íslandi í marga mánuði þegar hún hringdi í mig:( Það voru mér mikil vonbrigði, þar sem mig hafði hlakkað svo til og væntingarnar urðu að engu....
Þótt við séum ekki vinkonur í dag, þá þykir mér ótrúlega vænt um þessa stelpu. Það varð mér ljóst þegar ég las DV þennan morgunin.
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 313048
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.