15.7.2006 | 23:37
Húsmæðraskólinn
Ég hefði viljað vera ung fyrir mörgggggummmm árum og fá tækifæri til að fara í húsmæðraskóla.... ég hreinlega öfunda konur sem fengu þetta tækifæri á árum áður. Ég reyndar fékk smá tækifæri sem unglingur þegar ég var að vinna í eldhúsi í sumarbúðum, það var góður skóli á sinn hátt en samt allt öðruvísi en ég held að hafi verið kennt í Húsmæðraskólunum. Ég myndi svo vilja hafa lært að búa til laufabrauð, slátur, flatkökur, kleinur, ástarpunga, soðbrauð, sviðasultu, fiskibollur, rúgbrauð, uppbakaða sósu og allt þetta sem leikur svo í höndunum á henni tengdamömmu minni tildæmis, fyrir utan það að læra að nýta mat og afganga. Ég kann ekki einu sinni að strauja.. Ég gerði þó mína fyrstu tilraun á ævinni til að baka rúgbrauð í dag og ég allavega held að það hafi gengið vel, kemur í ljós á morgun þegar fjölskyldan fær að smakka afraksturinn en allavega þegar ég horfi á rúgbrauðið þá virkar það eins og það á að vera, mér eiginlega til mikillar undrunar því ég hafði enga trú á sjálfri mér í þennan bakstur, en auðvitað leitaði ég í smiðju tengdamömmu minnar með uppskrift og ráðlegginar fyrir baksturinn. Maðurinn minn virðist hafa meiri trú á mér en ég sjálf, því nú ætlar hann að fara að kaupa handa mér pönnu til að ég geti lært að búa til flatkökur, sjáum til hvernig það á eftir að ganga. En þessir hlutir sem ég er að tala um finnst mér í dag vera svo nauðsynlegt að kunna þegar maður er að reka stórt heimili. Ég elda og baka ofan í 4 karlmenn á hverjum degi og það er ekkert smá magn sem þarf til að fæða svona marga karlmenn, þannig að maður verður eiginlega að hugsa soldið praktískt og þá kæmi sér heldur betur vel að hafa fengið einhverja kennslu í svona matargerð.
Þetta eru hugleiðingar kvöldsins.... hugurinn að mestu tómur eftir spilamennsku við eldri strákanna í trivial pursuit í kvöld.... það var samt mest fyndið að báðir höfðu þeir svo mikla trú á mömmu sinni að þeir vildu vera með henni í liði heldur en pabba sínum og því voru vonbrigðin með tapið svo mikið hjá miðsyninum að við urðum að taka tvö spil þannig að þeir næðu báðir að vinna með pabba sínum.... jebb, ég tapaði tveimur trivial í kvöld... geri aðrir betur.
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.