Melrose place

Sjónvarpið er mín helsta afþreying á kvöldin, enda hef ég ekki tækifæri til að vera mikið að fara út á kvöldin.... það vantar einfaldlega einhvern sem getur litið eftir börnunum mínum til að það sé hægt....

Eitt af því sem ég hef verið að horfa á núna undanfarið eru gamlar endursýningar á Melrose Place.  Ég held að ég hafi ekki misst af þætti í gamla daga þegar þetta var sýnt og nú get ég helst ekki misst af þætti þegar verið er að endursýna þessa þætti, algerir snilldarþættir.  Ég lifi mig þvílíkt inn í þetta, finnst Alison æðisleg og Billy líka.... Amanda alger tík....en samt væru þættirnir ekki þeir sömu ef Amanda og Kimberly væru ekki í þeim..... en allavega..... ég hef verið að svæfa minnsta Hlynsson undanfarin kvöld og stíla svefntímann aðeins inn á Melrose Place... sýnt kl 19:45.... í gærkvöldi þegar ég var að bíða eftir að þátturinn byrjaði, þá bara byrjaði hann aldrei, bara einhver allt annar þáttur á dagskrá og vá, hvað ég var fúl.  Kannski að ég sé orðin of mikið húkkt á svona vitleysu.

Í mörg ár, hef ég fylgst með glæstum vonum á stöð 2.   Alveg frá því ég var ófrísk af ELSTA hlynssyni.... og ég lifi mig svo inn í þá þætti líka.  Ektamaðurinn hefur reyndar oft gert grín af mér fyrir að vera húkkt á svona þáttum og jafnvel hef ég gengið svo langt að gráta yfir þeim..... og þá held ég að mínum manni hafi verið öllum lokið,  hann hélt að eitthvað væri að en datt ekki í hug að ég væri að gráta yfir glæstum vonum.....

Over and out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolla mín, ekki klikka á að fylgjast með Grönnum .... það er vel hægt að væla yfir þeim ;o)

Hrefna (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband