Dýrin stór og smá

Ég ólst upp í sveit, alvöru sveit með fullt af beljum, kindum og öðrum húsdýrum.  Ég flutti til Reykjavíkur þegar ég var 6 ára og foreldrar mínir hafa sagt að ég hafi tekið höfuðborgina með trompi, þvílíkt borgarbarn er ég í dag.  Ég hef ekki einu sinni viljað fara í styttri heimsóknir út fyrir höfuðborgina.  Ég á svo sem ekki margar minningar út sveitinni, ég man ekki svona langt aftur í tímann.  Jú ég man eftir því að hafa verið send í heimavistarskóla á Laugum í Sælingsdal, ég grét jafnmikið þegar rútan keyrði mig aftur heim eftir vikuna eins og þegar hún sótti mig í skólann.  Þannig að heimþráin hefur sjálfsagt verið þónokkur. 

Afhverju fór ég að tala um sveit... jú vegna hræðslu minnar við hunda.  Ég hef alltaf verið sjúklega hrædd við hunda og ef hundur kemur nálægt mér þá stend ég alveg stjörf og set hendurnar fyrir andlitið (öskra stundum smá).  Hundarnir virðast alveg finna það að ég sé hrædd við þá, allavega sækja þeir mikið í mig.  Elsti strákurinn minn fékk þessa hræðslu með móðurmjólkinni en þeir tveir yngri eru miklir hundavinir.  Í dag fórum við hjónin með yngsta son í heimsókn til Guðnýjar vinkonu minnar.  Ég hugsaði það í dag að það væri vandfundin eins góð vinkona og hún Guðný, hún er hreinlega frábær manneskja, en því miður sæki ég hana ekki oft heim vegna þess að hún á ÞRJÁ HUNDA.  Ég er ekki alveg að höndla alla þessa hunda, því miður.  Í dag hringdi ég á undan okkur og þá var Guðný buin að gera ráðstafanir um að hundarnir kæmust ekki nálægt mér, haldið að það sé ástand.  En litli sonur minn hann vildi auðvitað fá að hitta hundana hennar Guðnýjar, enda mjög hrifinn af þeim og biður þá um að leika við sig.  Hann fékk tækifæri til að verða eftir í smá stund hjá Guðný með pabba sínum og leika við hundana.  Ég beið út í bíl á meðan. 

Þessi hundahræðsla er því eiginlega hálfgerð fötlun hjá mér.

Guðný tók myndir í dag af yngsta syni með hundunum... gjössogvel

IMG_0231      

IMG_0232

 

IMG_0237

Yndislegar myndir:)

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Haha að þú skulir gera þetta opinbert á opnum vef Kolbrún.  Þetta er sjálfsagt líka ástæða þess að þú kemur ALDREI í heimsókn til mín.

Helga Jónsdóttir, 17.5.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hahaha hvaða hundur er þetta í þér. Ég er hundleiður á þessum hundingjum sem eru með samfelldar hundakúnstir. Þetta er nú soldið langt gengið er það ekki?

Ingi Geir Hreinsson, 18.5.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband