16.5.2007 | 21:19
Eigum við öll að vera steypt í sama mót?
Ég horfði á Fyrstu skrefin á Skjánum í kvöld. Umræðuefni þáttarins voru einstaklingar með Downs heilkenni. Í formála þáttarins var rætt um að með tækninni í dag séu þessir einstaklingar í "útrýmingarhættu". Í dag er farið að bjóða verðandi foreldrum upp á að fara í hnakkaþykktarmælingu á 12 viku meðgöngu. Í þessari mælingu er verið að athuga hugsanlegar líkur á því að barnið sé með fötlun, þar á meðal Downs heilkenni. Í þættinum í kvöld kom það fram að nær 100% verðandi foreldra sem fá niðurstöður út úr mælingunni um að barnið þeirra gæti verið með Downs heilkenni, fari í fóstureyðingu.
Persónulega er ég mikið á móti þessari hnakkaþykktarmælingu. Ég afþakkaði hana sjálf þegar ég gekk með yngsta son, ekki var boðið upp á þessa mælingu þegar ég gekk með eldri strákana mína. Eigum við öll að vera steypt í sama mót? Eru einstaklingar með Downs heilkenni óvelkomnir í samfélagið okkar?
Einstaklingar með Downs heilkenni lifa mjög oft mjög innihaldsríku lífi. Þeir eru lífsglaðir og njóta þess að vera með í samfélaginu okkar. Ég þekki persónulega svo marga einstaklinga með Downs heilkenni, frábært fólk:)
Erum við á réttri leið að eyða öllum þessum fóstrum... er alveg víst að öllum þeim fóstrum sem er eytt séu raunverulega fötluð? Ég leyfi mér að efast......
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Vinkona mín á yndislega dóttur með Downs-heilkenni og hún hefur haft minni áhyggjur af henni í gegnum tíðina en sumar vinkonur hennar af "heilbrigðu" börnunum sínum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2007 kl. 21:25
Hæ Kolbrún alveg er ég sammála þér að láta eyða fóstri ef maður heldur að eitthvað sé að, Það gefur manni 100 prósent að eiga svona spes börn. Þá fyrst fer maður að þroskast. KV Erla.
Erla (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:28
Nákvæmlega, Kolbrún. Ég var svo lánsöm að kynnast konu nýlega, sem ákvað að ganga með barn sitt sem greindist með Down´s heilkenni á fósturstigi. Barnið er fætt og er auðvitað yndislegasta barn í heimi. Margbreytileikinn lifi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.