7.7.2006 | 10:32
Ég er stolt af því að vera þroskaþjálfi
já og mér finnst vinnan mín alveg hreint frábær. Satt best að segja gæti ég ekki hugsað mér neina aðra vinnu.
Mál þroskaþjálfa hjá svæðisskrifstofu Reykjavíkur hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur, en ekki er búið að ganga enn frá stofnanasamningum við okkur. Sumir þroskaþjálfar sem ég þekki hafa sagt upp störfum og enn fleiri mæta á hvern einasta samningafund til að fylgjast með gangi mála og hvetja samninganefndina til að fara nú að klára þetta.
Ég þurfti að taka sjálfa mig í góða naflaskoðun, um hvort ég ætti að taka þátt í þessu eða ekki. Eftir að hafa hugsað málið vandlega og rætt það mikið við minn ektamann, þá ákvað ég að ég ætlaði ekki að taka þátt í uppsögnum og ekki að taka þátt í þessari baráttu fyrir utan Rúgbrauðsgerðina. Það má vel vera að samstarfsmönnum mínum finnist ég ekki sína samstöðu en ég tel að hver verði að velja fyrir sig hvort þessi leið henti manni. Ég á þrjú börn og er ánægð í minni vinnu og því tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að ógna mínu öryggi og öryggi fjölskyldunnar minnar með því að segja upp starfi mínu, jafnvel þótt það væri einungis til að knýja á um að við okkur verði samið. Það þýðir þó alls ekki að ég vilji ekki fá hærri laun, þessi leið einfaldlega hentar ekki lífsstíl mínum.
Engu að síður fylgist ég vel með því sem er að gerast í þessum málum en einn þroskaþjálfi hefur sett upp bloggsíðu sem ég kíki reglulega á. http://baratta.hexia.net
Veit ekki hvort ég sé að skrifa þessa færslu afþví ég sé með nett samviskubit yfir því að sýna ekki samstöðu með hópnum, en þetta er mitt mat að vel íhuguðu máli.
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.