MAGNI

Til hamingju Ísland, Magni er mættur á svið.

Ég er nú svo mikil svefnpurka að ég vakti ekki eftir þættinum Rock Star Supernova á skjánum í gærkvöldi.  En það fyrsta sem ég gerði þegar ég opnaði tölvuna í morgun var að horfa á framlag Íslands og eina Evrópubúans í þessari keppni.  Auk þess sem ég kíkti aðeins á umræðuna á barnalandi.is en þar eru konur sem hafa skoðun á öllu og mig langaði að sjá og fá að heyra hvernig Magni hefði staðið sig. Mér fannst Magni standa sig mjög vel á sviðinu, hann er auðvitað sveitaballakóngur og sviðsframkoman aðeins eftir því, en kommon, hann er kominn svona langt afþví að hann getur sungið strákurinn.  Mér fannst hann vera landi og þjóð til fyrirmyndar og meira að segja fann til smá þjóðarstolts þegar ég sá á skjánum MAGNI, REYKJAVIK ICELAND... Barnalandskonur eru ekki allar sammála mér og fannst hann lélegur sumum allavega, en ætli það sé ekki bara öfund.

Go Magni

Þetta er frábær landkynning

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gaman að heyra. Ég er líka morgunfugl og á ekki auðvelt með að vaka til 01:30 og þurfa síðan að fara á fætur klukkan 06:30.

Ég fór því frekar súr að sofa í gærkvöldi. Mig langaði svo til þess að horfa á og kjósa. En svona er lífið súrt og sætt eða súrsætt.

ég hef einmitt verið að leita að upplýsingum um hverngi honum gekk ;) Er það ekki rétt munað hjá mér að úrslitin liggi fyrir í kvöld eða?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.7.2006 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband