Einhverfa og bólusetningar

Ég datt ofan í mynd á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Myndin sem er bresk sjónvarpsmynd og heitir Hear the Silence fjallaði um einhverfan dreng og fjölskyldu hans.  Mömmu stráksins grunaði að með einhverfunni væri ekki öll sagan sögð og hóf leit að sannleikanum og sú leit hreinlega gagntók líf hennar.  Það sem hún fann út var að bólusetning ungbarna gæti leitt til einhverfu og fékk hún í lið með sér hóp sérfræðinga til að gera rannsókn á tenglsunum á milli einhverfunnar og ákveðinna bólusetninga.  Það sem vakti athygli mína er að myndin er gerð árið 2003, sem sagt bara fjögur ár síðan hún var framleidd... en í dag er löngu löngu búið að afsanna að það séu einhver tengsl á milli þessarar fötlunar og bólusetningar ungbarna.  Ef foreldrar barna láta ekki bólusetja barnið sitt, tildæmis vegna svona goðsagna, þá getur það haft svo miklar afleiðingar, það hefði því þurft að taka það fram í lok myndar að búið væri að afsanna tengslin þarna á milli.

En myndin var annars mjög áhugaverð.  Þar sem ég vinn með einhverfum börnum alla daga, þá gat ég séð svo margt í hegðun einhverfa barnsins sem ég sé daglega í mínu starfi.  Hún var virkilega vel leikin þessi mynd.  Ég virkilega fann til með móðurinni og gat svo einhvernveginn skilið tilfinningarnar hennar, sérstaklega þegar litli drengurinn hljóp frá henni og út á mikla umferðargötu.  Hann skildi ekki hætturnar sem voru í umhverfinu. 

Einnig vakti það athygli mína að móðir einhverfa drengsins í myndinni tók af honum glúten og mjólkurvörur og sá hún jákvæðar breytingar í kjölfarið hjá drengnum.  Á Íslandi eru nokkrir foreldrar sem ekki gefa börnum sínum neitt glúten og engar mjólkurvörur, ekki hefur verið hægt að afsanna að inntaka þessara fæðuflokka geti haft neikvæð áhrif á einhverfuna.

silencea_f1

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Kolbrún Ég horfði á þessa mind og fannst hún góð. Ég skil mömmuna alveg   ég hef þessa sögu að mömmurnar séu móðursjúkar og það þarf svolítið til að pabbarnir viðurkenni  að eitthvað sé að. Vona að allir hressist hjá þér.                                           KV Erla

Erla (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:07

2 identicon

Ég hef mikinn áhuga á að vita það sama og Elísabet. Finnst foreldrum þau sjái einhvern mun á börnum sínum eftir að þetta var tekið úr fæðu þeirra. Kveðja Halla Rut  

Halla Rut (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 311871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband