6.5.2007 | 11:02
Mig setur hljóða
Ég hef undanfarna daga fylgst með fréttum um litla 3ja ára stelpu sem var rænt í Portúgal á fimmtudaginn. Mig hreinlega setur hljóða. Ég dæmi ekki foreldra þessarar stúlku, þau hafa örugglega dæmt sig sjálf. Ég vona að hún sé á lífi, ég vona að hún fari að finnast og komist aftur til foreldra sinna og systkina.
Ég lenti einu sinni í því sjálf að týna barninu mínu á Spáni og þvílíkar tilfinningar sem bárust. Við sátum á veitingastað við stóra verslunargötu og það var svo löng bið eftir matnum. Miðstrákurinn minn (sem var yngri strákurinn minn þá) var mjög órólegur á veitingastaðnum og því var ákveðið að ég og amma hans myndum fara aðeins með hann út og viðra hann. Við tókum kerruna hans með en hann hljóp á undan okkur niður tröppur veitingarhússins. Þegar við komumst niður með kerruna sáum við bara mannhaf en strákurinn minn var horfinn. Ég og amma hans skiptum liði, hún hljóp uppeftir og ég niðureftir. Ég varð hreinlega móðursjúk, hljóp inn í allar búðir og spurði alla hvort þeir hafi séð strák á hlaupum, engin hafði séð neitt. Eftir nokkrar mínútur (sem mér fannst klukkustundir) kom amma hans með hann hágrátandi niður götuna. Hún hafði hlaupið hann uppi þar sem hann var hljóp á fleygiferð upp götuna, þekkti hann á hermannahlýrabolnum sem hann var í. Ég held að ég hafi aldrei verið eins glöð að sjá barnið mitt eins og á þessum tímapunkti, ég næstum fór að gráta.
Enn í dag fæ ég martraðir og dreymi þessar mínútur á Spáni.
Kolbrún out
Portúgalska lögreglan telur að stúlkan sem rænt var sé enn á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 255
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er vonandi að hún finnist fljótt. Ég hef upplifað það sama og þú mín hvarf í miðri Ósló þetta vill maður ekki að nokkur upplyfi.
KV Erla.
Erla (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.