5.5.2007 | 19:52
Ys og þys á laugardegi
Það er búið að vera mikið um að vera í dag hjá okkur fjölskyldunni. Dagurinn var tekin snemma þar sem elsti sonur skráði sig til leiks í Landsbankahlaupinu sem var þreytt í morgun. Vegalengdin sem hann hljóp var 1.5 km og kom hann í mark á rúmlega sjö og hálfri mínútu, ekki smá fljótur að hlaupa þessi elska. Hann fékk verðlaunapening um hálsinn og var leystur út með gjöfum frá Landsbankanum.
Á meðan sá elsti hljóp, brá ég mér á opin félagsfund hjá Blindrafélaginu en þar var verið að ræða sýninguna sem ég sótti í Los Angeles í mars. Mjög áhugavert að koma inn á svona fund, en ég hef aldrei fyrr sótt fund hjá Blindrafélaginu. Þegar maður kemur inn á svona fund er það fyrsta sem maður gerir að skanna salinn, athuga hvort maður þekki einhvern... því þótti mér áhugavert að í upphafi fundar var gengið á milli allra sem voru í salnum með hljóðnema og hver og einn kynnti sig. Blindir og sjónskertir geta auðvitað ekki skannað salinn eins og við sem erum sjáandi. Fundurinn var ágætur og það var gaman að heyra í hluta af ferðafélögunum segja frá sinni reynslu og upplifun af sýningunni.
Þegar fundurinn var búinn brunaði ég inn í Hafnarfjörð. Ég hef áður sagt að ég vinn með frábæru fólki sem er mikill hugur í og nú er starfsmannahópurinn minn byrjaður að safna fyrir námsferð til North Carolina í USA (höfuðstöðvar TEACCH). Fyrsti kökubasar starfsmannahópsins var semsagt í dag í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði og tók ég þátt í að afgreiða kökur í dag. Mér finnst alltaf gaman að vinna á þessum kökubasörum, þvílík flóra af fólki sem maður hittir. Í dag fékk vinnustaðurinn minn úthlutuðu plássi beint fyrir framan vínbúðina sem gaf okkur tækifæri til að upplifa alveg nýja menningu af fólki á laugardegi:)
Erillinn heldur áfram á morgun en þá ætlum við fjölskyldan að fara í Garðinn og vera í sextugsafmæli
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 262
- Frá upphafi: 311870
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.