26.6.2006 | 21:04
Það þarf háskólapróf til að lenda í árekstri
Já,
ég hef aldrei vitað annað eins ferli eins og að lenda í árekstri.
Ég lenti í árekstri þann 12. júní. Í dag er 26. júní og það var loksins í dag sem lögregluskýrslan barst tryggingarfélaginu. Það tók semsagt hálfan mánuð að gera eina lögregluskýrslu.... pirrandi.... vegna þess að þessi blessaða skýrsla skiptir öllu varðandi framvindu máls eins og þessa. Við þurftum til að mynda að fá bílaleigubíl og afþví þessi blessaða lögregluskýrsla var ekki kominn, þá þurftum við sjálf að leggja út fyrir bílaleigubílnum og það voru 8000 kr á dag og við þurfum að hafa bílinn í heila viku.... ég auðvitað vildi fá þetta endurgreitt frá bílaleigunni og er búin að tala við einhverja háa herra hjá Herts í dag, já, þrjá kalla því það vísar hver á annan. Allavega þá sagðist sá síðasti sem ég talaði við að það þyrfti að koma beiðni frá TM um að þeir ætli að borga þetta og að TM þyrti að samþykkja það formlega að við hefðum mátt vera með bílinn í átta daga... ég hváði í símann og sagði að við hefðum verið með bílinn í 7 daga.... hann sagði það ekki rétt því það væri skráð hjá þeim að við hefðum ekki skilað bílnum fyrr en eftir hádegi á áttunda degi. Þá fauk í mína og ég sagði honum að gjöra svo vel að kíkja á debetkortafærsluna frá því við borguðum bílinn, við hefðum skilað honum fyrir kl 9 um morgunin eins og við áttum að gera. Hann fór og athugaði málið og kom svo aftur eftir langa stund í simann og bað mig afsökunar, þetta væri rétt hjá mér, þeir hefðu bara ekki skráð þetta fyrr en eftir hádegi... eins gott að fylgjast með þessum köllum..... en um sjö dagana, þá sagði hann að ef tryggingarfélagið myndi ekki samþykkja alla þessa daga þá myndu þeir bara endurgreiða okkur hluta af fjárhæðinni sem við erum búin að leggja út fyirr.... Mín var ekki sátt við þessi málalok og hringdi enn einu sinni í TM í dag og spurði þá út í þetta..... jújú þeir sögðu að við hefðum átt rétt á þessum dögum þannig að vonandi þarf ég ekki að hafa meiri áhyggjur af því og að þetta verði endurgreitt eins og vera ber....
En þá var það sjálfsáhættan, af því við fórum með ferlið í gegnum kaskóið hjá okkur til að flýta ferlinu þurfum við sjálf að rukka TM um sjálfsáhættuna.... hún ætlaði aldrei að skilja mig hjá TM í dag þegar ég var að spyrja út í þetta, sagðist bara aldrei hafa heyrt það að sjálfsáhættan væri dregin frá þegar bíll væri greiddur út.... og svo sagði hún þessi góðu auglýsingarorð.... ÞAÐ ER ALLAVEGA EKKI GERT HJÁ BETRI TRYGGINGARFÉLÖGUNUM, EINS OG OKKAR..... þannig að sjóvá er greinilega ekki betra tryggingarfélag að hennar mati.... en fékk þó loksins þau svör að eg gæti komið upp á höfða og fengið þetta endurgreitt hjá þeim.....
ég var erfiður kúnni og fór þá að spyrja um reikningana frá Landsspítalanum, jú þeir ætla líka að greiða okkur þá, en ég þarf að fara með þá niðrí Aðalstræti til að fá þá greidda....
Ég var í 100% rétti, eins og ég hafi ekki vitað það fyrirfram, en mér var nú samt tilkynnt það hátíðlega í dag. En ég er greinilega ekki í neinum 100% rétti þegar það á að fara að gera upp tjónið, því manni er druslað út og suður og látin hringja í hinn og þennan..... vá hvað ég er orðin þreytt á þessu öllu saman....ætli ég verði að taka mér frí úr vinnu til að fara á alla þessa staði sem ég þarf að fara á til að klára þetta mál...
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið skil ég þig vel. Þú færð alla mína samúð að þurfa að vera að standa í þessu. Ég slátraði mínum bíl þrisvar árið 2004
og maður lifandi ég mæli ekki með því við nokkurn mann að taka þrennu á þetta ferli.
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 26.6.2006 kl. 21:43
Jeminn eini....ætli það sé svona vesen hjá öllum sem lenda í tjóni....sem geta skipt tugum á dag!!! Þá er gott að þú ert með þitt á hreinu og munninn fyrir neðan nefið þannig að þú getir staðið í stappi við þessa rugludalla.
Berta María Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.