22.6.2006 | 22:03
L A N D C R U S I E R
Maðurinn minn er lengi búin að vera með þann draum heitastan að eiga jeppa, Land Crusier stórann, breyttan, með leðri og alles... allavega erum við hjónin búin að vera að leita okkur að bíl undanfarið og mikið búið að skoða á netinu, auðvitað helst umrædda jeppabifreiðar. Loksins fann hann draumabílinn og var mjög ánægður með hann hér heima í innkeyrslu.... en því miður stóð þessi draumur ekki lengi.... því elskuleg eiginkonan á heimilinu vildi ekki keyra þetta tryllitæki, sem notabene var ekki einu sinni upphækkað.... hún prófaði, það vantar ekki en var eiginlega bara fljót að skila tryllitækinu í innkeyrsluna aftur með loforð upp á vasann frá eiginmanninum að bílnum yrði skilað strax morgunin eftir.... guði sé lof að ekki var búið að skrifa undir neinar skuldbindingar:)
þá voru góð ráð dýr... við hjónin í toyota umboðinu með barnabílstólinn í annarri hendinni og lyklana að tryllitækinu í hinni hendinni.... búin að þurfa að skila bílaleigubílnum og því algerlega á götunni, bíllaus....
Nágrannar okkar eru búnir að vera að spá í því hvort við hjónin séum að fá að prufa allar gerðir af toyota bifreiðum, því það er staðreynd að það hefur verið mismunandi sort af bíl í innkeyrslunni alla vikuna.... einn nágranni kom að máli við eiginmanninn í dag og fór að spyrja hann út í þetta eftir að fjölskyldan kom heim seinnipartinn á glænýjum RAV4, svörtum með dekktum rúðum, algerlega frábærum bíl.... en eiginmaðurinn tjáði nágrannanum að nú værum við loksins búin að finna réttu sortina af toyota og því yrði ekki enn nýr bíll í innkeyrslunni á morgun.... við erum mjög lukkuleg með nýja bílinn okkar, vá hvað hann er flottur:)
Við héldum upp á daginn með því að fara bara út að borða. Ruby Tuesday var fyrir valinu og ég fékk mér rifjasteik en hana hef ég aldrei smakkað áður.... mæli með henni, hún var algert æði, ég á örugglega eftir að fá mér svona mat aftur....
Eigum von á gestum, þannig að farið varlega í umferðinni...
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.