22.4.2007 | 19:41
Spelt í matargerð
Fyrir nokkrum mánuðum gerðum við fjölskyldan þá albestu uppgötvun í eldhúsinu sem við höfum gert. Við fórum að nota spelt í staðin fyrir hveiti. Við notum eingöngu spelt í allar heimagerðar pizzur, við notum spelt í brauð sem við bökum sjálf, annað hvort í formi eða í brauðvélinni og við jafnvel notum spelt í vöfflur. Speltið fer svo miklu betur í maga en hvíta hveitið, fyrir utan hvað það er gott.
Til að fullkomna svo spelt brauðið og pizzubotnana hættum við líka að nota ger, það er að segja þurrger. Það hefur ekki verið á innkaupalistanum hjá mér mjög lengi, enda fékk fólk iðulega í magan af því líka. Nú kaupum við bara vínsteinslyftiduft, hreint frábær uppgötvun.
Við vorum með heimagerða pizzu í matinn í kvöld og ég hreinlega varð að deila því með ykkur hvað hún er miklu betri með spelti Ég tek það samt fram að ég er ekki á neinum prósentum hjá innflutningsfyrirtæki fyrir speltið, ég er bara að tala af góðri reynslu.
out
Kolbrún
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spelti er afbrigði af hveiti, stundum kallað fornaldarhveiti. Ræktun þess um hinn vestræna heim lagðist svo gott sem af þar sem spelthveitið gaf litla uppskeru. Í stað þess voru ræktuð önnur afbrigði sem gáfu betri uppskeru. Á síðustu árum hefur með hjálp erfatækni tekist að auka uppskeruna nærri 20falt. Speltið er heldur grófara en annað hveiti og því erfiðara að selja það þar til einhverjum klárum markaðsmönnum datt í hug að telja fólki trú um að það væri miklu hollara en annað mjöl. Fjölmargir halda að speltið sé sérstök korntegund. Það er nú aldeilis ekki. Önnur mýta hefur skapast um speltið er sú að það innihaldi miklu minna glúten en annað mjöl. Það er nú aldeilis ekki. Speltið er ekki síður glútenríkt en annað hveitimjöl nema síður sé.
Ég vona að ég hafi ekki eyðilagt daginn fyrir þér þótt þessar staðreyndir um hveiti hafi verið dregnar hér fram. Spelthveiti eða annað hveiti, þetta er allt saman jafngott eða jafnvont.
Góðar stundir.
Sveinn Ingi Lýðsson, 22.4.2007 kl. 19:54
Spelti er afbrigði af hveiti, stundum kallað fornaldarhveiti. Ræktun þess um hinn vestræna heim lagðist svo gott sem af þar sem spelthveitið gaf litla uppskeru. Í stað þess voru ræktuð önnur afbrigði sem gáfu betri uppskeru. Á síðustu árum hefur með hjálp erfatækni tekist að auka uppskeruna nærri 20falt. Speltið er heldur grófara en annað hveiti og því erfiðara að selja það þar til einhverjum klárum markaðsmönnum datt í hug að telja fólki trú um að það væri miklu hollara en annað mjöl. Fjölmargir halda að speltið sé sérstök korntegund. Það er nú aldeilis ekki. Önnur mýta hefur skapast um speltið er sú að það innihaldi miklu minna glúten en annað mjöl. Það er nú aldeilis ekki. Speltið er ekki síður glútenríkt en annað hveitimjöl nema síður sé.
Ég vona að ég hafi ekki eyðilagt daginn fyrir þér þótt þessar staðreyndir um hveiti hafi verið dregnar hér fram. Spelthveiti eða annað hveiti, þetta er allt saman jafngott eða jafnvont.
Góðar stundir.
Sveinn Ingi Lýðsson, 22.4.2007 kl. 19:55
Sæll Sveinn Ingi,
Ég verð að svara þér, því þarna erum við ekki alveg sammála. En þú eyðileggur nú samt ekkert daginn fyrir mér, það þarf meira til:)
Ég flétti upp grein um spelt og afhverju það er betra en hveiti og set það hér fyrir neðan.
SpeltHvers vegna er spelt betra en venjulegt hveiti?Stundum förum við í hring og endum á upphafsreit. Þannig er það með spelt. Hjólið hefur ekkert breytst í tímans rás og bragðgott og næringarríkt speltið, ein frum korntegunda, sem ræktuð var fyrir allt að 5000 árum en féll næstum í algera gleymsku, finnur aukinn hljómgrunn hjá nútíma neytendum.Spelt hefur mildan hnetukeim í bragðinu. Á ítölsku heitir spelt ?Farro? og á þýsku ?Dinkel? og Rómverjar til forna töluðu um ?Farrum?. Spelt (Triticum spelta) er forn og fjarlægur ættingi nútíma hveitis (Triticum aestivum), en náskylt þeim tegundum sem taldar eru enn eldri og heita Emmer og Elkorn.
Spelt er auðugt af trefjum og inniheldur meira prótín en hveiti. Jafnframt er meira af B-vítamínum sem og flóknum kolvetnum í spelti en venjulegu hveiti. Flókin kolvetni eru besti orkugjafinn og því er spelt og matvörur úr því kjörinn kostur t.d. fyrir íþróttafólk. Það sem þó hefur öðru fremur aukið vinsældir spelts og vara úr því, er að margt fólk sem illa þolir glúten getur notað spelt án vandræða þó að það innihaldi glúten. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna, en ástæðan er m.a. talin vera sú að glútenið í spelti hefur aðra byggingu en glúten í öðru hveiti, það er vatnsleysanlegra og því auðmeltara.
Fyrir um 800 árum skrifað heilög Hildegard frá Bingen: ?Spelt er best korntegunda. Það er auðugt og nærandi og mildara en annað korn. Það skapar sterkan líkama og heilbrigt blóð þeim sem neyta þess og það gerir anda manns léttan og glaðværan.?
Það sem áður var talið speltinu til miska er því nú til framdráttar. Nútíma korntegundir hafa verið ?kynbættar? til að vera auðveldar í ræktun, gefa aukna uppskeru, vera auðveldar í vinnslu og til að hafa hátt glúteninnihald sem hentar fyrir fjöldaframleiðslu bökunarvara. Spelt hefur hart hýði sem gerir það síðra til mjölframleiðslu en aðrar tegundir. Hins vegar verndar það kornið og er það því einstaklega hentugt fyrir lífræna ræntun, þar sem skordýr, mengun og sjúkdómar eiga ógreiða leið að sjálfu korninu. Þetta harða hýði er ekki fjarlægt fyrr en rétt fyrir mölun og varðveitir því næringarefni og ferskleika kornsins. Fyrir vikið fáum við bragðgott ?náttúrulegt? korn og úr því mjöl og síðan aðrar matvörur.
Úr spelti fæst m.a. brauð, kex, kökur, ýmiss konar snakk, spagetti og annað pasta. Spelt korn fæst að sjálfsögðu bæði heilt og malað. Á netslóðinni http://visindavefur.hi.is/svar.asp? id="4521 er ítarlegri fróðleikur um spelt eftir Þorstein G. Berhreinsson.
Kolbrún Jónsdóttir, 22.4.2007 kl. 20:04
Kolla ég var í Bónus á föstudaginn og nú er boðið þar upp á pizzadeig úr spelti tilbúið til notkunar þ.e. ekki frosið. Ég starfa ekki fyrir Bónus en langaði að nefna þetta þar sem að þetta gerir pizzugerðina kannski þrifalegri fyrir einhver eldhús. Og eins þá hef ég heyrt að vegna þess að spelti hefur ekki verið kynbætt svo rosalega til að auka magn á kosnað gæðana eins og annað korn þá sé það mun hollara. Eins þá er spelti yfirleitt ekki eins mikið verkað eins og hvítt hveiti og því hollara.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2007 kl. 22:05
Hæ Maggi, ég hef séð þetta pizzadeig í Bónus en ekki prófað það sjálf, ég bý bara til botnana sjálf. En ef ég hefði um tvennt að velja, tilbúna pizzadeigið hans Jóa Fel eða Speltdeigið í Bónus, þá myndi ég velja Bónus.
Kolbrún Jónsdóttir, 22.4.2007 kl. 22:27
Daginn. Ég fór að nota eingöngu spelt í staðin fyrir hveiti fyrir 3 árum síðan. Einnig "lokaði" ég á hvítan sykur, unnar matvörur og hvít hrísgrjón. Og árangurinn var flljótur að koma í ljós .Betri heilsa, meiri orka og 83 kg hurfu. Ég nota Íslenska bankabyggið í staðinn fyrir hrísgrjón. Speltið klikkar ekki. kveðja Birna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.