Sonur minn og Sigur Rós

Hljómsveitin Sigur Rós á alltaf smá hluta af hjarta okkar fjölskyldunnar.  Fyrir tveimur árum þegar hljómsveitin gaf út sína síðustu plötu auglýstu þeir eftir börnum í áheyrnaprufu til að taka þátt í myndbandi við eitt af nýju lögunum.  Elsti sonur minn fór í áheyrnaprufu sem var haldin hjá módelsamtökum einhverjum á Hverfisgötunni og komst áfram í aðra prufu.  Það var svo hringt í hann og honum tilkynnt að hann hefði fengið hlutverk í myndbandinu.  Við tóku strangir dagar hjá 10 ára gömlu barni.  Í heila viku keyrðum við hann kl 6 á morgnana í einhverja rútu sem fór með krakkana á Reykjaneskjálkann og þar eyddu þeir deginum fram á kvöld við upptökur á myndbandinu.  Elsta syni mínum fannst þetta æðislegt og þegar myndbandið var svo tilbúið fékk hann laun fyrir, 10.000 kr og auðvitað disk með myndbandinu.  Þetta var hans fyrsta launaða vinna um ævina og vinna sem hann hafði mjög gaman af. 

Ég óska Sigur Rós velgengis í mörgum verkefnum sem eru framundan hjá þeim

Kolbrún out


mbl.is Afkastamikil Sigur Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 311260

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband