19.4.2007 | 20:22
Hvernig fóru konur að í "gamla" daga?
Svona tæki er til á næstum því hverju heimilii í dag, þurrkari!!! Ég keypti mér nýjan þurrkara í janúar og hann er bilaður, reyndar búin að vera bilaður í nokkra daga. Ég er hreinlega að verða vitlaus á þessu þurrkaraleysi, þvottahúsið mitt einkennist af uppsöfnuðum þvotti, úttroðnum snúrum með blautum þvotti og blautum þvotti víðsvegar um húsi sem bíður þess að þorna, til að hægt sé að skipta honum út fyrir meiri blautann þvott. Hvernig fóru eiginlega konur að hér áður og fyrr? Þær höfðu ekki einu sinni þvottavélar, hvað þá þurrkara. Ég veit að mamma mín þvoði allan þvott af okkur fjölskyldunni í bala og sauð tuskur í potti... það þýddi sjálfsagt ekki að bjóða okkur það í dag.
Þurrkarinn minn er auðvitað í ábyrgð, allavega trúi ég því þar til annað kemur í ljós. En viðgerðarverkstæðið sem þjónustar ábyrgðina tekur BARA Á MÓTI SÍMTÖLUM Á MILLI 13 OG 14 Á DAGINN, og í vikunni hef ég hreinlega verið upptekin á fundum á þeim tíma og því hef ég ekki náð í viðgerðarmann ennþá. Mér finnst það heldur slök þjónusta að það sé bara hægt að ná inn í einn ákveðin klukkutíma á dag. En ég reyni að bæta úr þessu á morgun, með þessu áframhaldi á óhreinn þvottur hreinlega eftir að flæða út úr þvottahúsinu mínu. Og enn dáist ég að konum í "gamla" daga!!!
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæli með að hengja upp þvottinn.. það er einhver ákv. stemning sem fylgir því að hengja upp blautan þvott við algjöra kyrrð nema kannski smá suð í pípunum.. Svona hugleiðslukyrrð.. þetta er orðin mín uppáhaldsfriðar stund þar sem ég næ að tæma alveg hugan..
Björg F (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.