17.6.2006 | 20:45
Tour de iceland
Gleðilega þjóðhátíð kæru vinir
þjóðhátíðardeginum eyddum við fjölskyldan meðal annars með því að fara í Smáralind þar sem húsbóndinn á heimilinu fór og keypti sér REIÐHJÓL og nú á sko að fara að taka á því. Í raun byrjaði Tour-in strax í dag við Smáralindina því ekki var hægt að taka hjólið í fína bílaleigubílinn okkar og því þurfti húsbóndinn að hjóla heim.... mér skilst að brekkan upp í Seljahverfið hafi verið mjög erfið.... flíspeysan sem hann valdi sér í aðlögunina mjög blaut, allavega lét hann ekki sjá sig á efri hæðinni fyrr en hann var búin að taka þokkalega sturtu. Spurning hvort ekki verði að fjárfesta í hjólreiðafestingu í nýja bílinn þannig að suma daga væri hægt að sækja hann í vinnuna og hjólið með:) Elskulegum eiginmanni mínum datt í hug í dag að fara að kaupa sér jogginggalla til að nota á hjólinu og þegar hann var búin að ropa því út úr sér, þá lágum við bæði í hláturskasti hér í örugglega korter.... Hlynur minn í jogginggalla að hjóla á Bústaðaveginum, það gæti einhver séð hann, hahahahahahahah.... og hann er nú ekki sá minnst snobbaði á föt almennt.
En nóg um það, ég vona að hann fyrirgefi mér að blogga aðeins um þetta, það var bara svo gaman hjá okkur í dag:)
Ég fór með honum í Smáralindina og í staðinn fór hann með mér í Bónus, nýju búðina sem var að opna í dag í Ögurhvarfinu.... hagsýna húsmóðirinn ég ætlaði sko að verða fyrst til að ná bestu opnunartilboðunum og mætt kl 10 í morgun í kílómetralanga röð.... náði því sem ég vildi út úr þessari búðarferð og tók mig bara rúman hálftíma.... og inn í þeim tima er sá tími sem fór í að hlusta á opnunarræðu Jóhannesar í Bónus og bæjarstjórans í Kópavogi, Gunnars Birgissonar.
X-Jóhannes
X-Bónus
Besta launahækkun sem við höfum fengið
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilld.....ég styð Hlyn í því að hjóla í vinnuna....hann á hrós skilið:) Brekkan í Seljahverfinu verður auðveldari með hverjum deginum sem hann hjólar hana, ég er viss um það, hehe:)
Kv. Berta
Berta María (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.