17. apríl

Eins og ég hef áður getið, þá á miðsonurinn hann Hafsteinn afmæli í dag.  10 ára í dag og að því tilefni var efnt til bekkjarpartýs í dag, enn eru það bara strákarnir sem fá boðskort..... hvað skildi vera langt í að stelpurnar verði líka velkomnar?

P1010002Í bekkjarpartýinu í dag var útigrillið notað í fyrsta sinn á þessu vori.  Boðið var upp á grillaða hamborgara að hætti afa, minnsti sonur fékk líka aðeins að hjálpa til.  Hamborgarnir runnu ljúft ofan í stóran hóp stráka og óhætt er að segja að það sé búið að vera líf og fjör á heimilinu í dag. 

P1010003 Strákahópurinn sem taldi 11 stráka, alla strákana í bekknum hans Hafsteins sungu að sjálfsögðu afmælissöngin fyrir afmælisbarnið...  Semsagt skemmtilegur dagur í breiðholtinu í dag  Wink

Að öðru,

Um nokkrurra mánaða skeið tók ég að mér smá aukavinnu hjá SSR.  Nú er komið að leiðarlokum í því verkefni og kvaddi ég starfsfólkið þar í gærkvöld.  Einn starfsmaðurinn gaf mér ótrúlega fallega kveðjugjöf, pínulítið búddalíkneski sem hann lagði í lófann minn og óskaði mér gæfu og góðs gengis í framtíðinni.  Mér þykir alveg ótrúlega vænt um að fá svona frá samstarfsmanni, það virkar eins og vítamínsprauta til halda áfram á sömu braut.  Í aukavinnunni kynntist í ótrúlega mikið af fólki sem ég á eftir að sakna að vera ekki í daglegu sambandi við, en um leið er ég þó ríkari af því að hafa kynnst öllu þessu frábæra fólki.

Out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 311266

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband