900.000 kall takk fyrir

Ef maður ætlar á annað borð að láta keyra á sig er víst eins gott að gera það með stæl.  Við fengum tjónamatið á bílnum í dag og skemmdirnar eftir áreksturinn eru metnar á 8-900.000 kr takk fyrir.  Við eigum að fara á fund með einhverjum kalli hjá tryggingarfélaginu á mánudaginn og við vonumst til að okkur verði greiddur bíllinn bara út... varla fara þeir að gera við bíl fyrir næstum því milljón..... við erum búin að vera að skoða bíla á netinu og hver veit nema við verðum komin á nýjan stóran bíl í næstu viku....

Hrakfarir húsmóðurinnar eru svo sem ekki upptaldar þessa vikuna.... ég er búin að vera að finna fyrir mergtappa í öðru eyranum í soldin tíma en ekkert gert í því.  Í morgun vakna ég svo upp með hvílíka hellu og þrýsting og tappinn búin að taka sér þokkalega bólfestu með tilheyrandi verkjum.  Heimilislæknir... tilhvers að hafa þá ef maður þarf að bíða í 5 daga eftir að fá tíma.... nei nei  mætt upp á læknavakt kl 17 og beið í margra metra langri röð eftir þjónustu þar, eins og allir hafi verið með tappa í eyranu í dag.  Fékk þó loks að hitta bjargvætt minn... og hann var ekki í hvítum slopp hehe..... honum tókst að ná kvikindinu út í sjöundu tilraun held ég, enda var tappinn búin að líma sig við hljóðhimnuna... þvilíkur sársauki þegar hann sprautaði helv.... vatninu upp í eyrað....en hvílík líkn þegar tappinn loksins losnaði.  Svo vogaði læknirinn að spyrja mig hvort ég væri óhemja, ég spurði hann bara á móti hvort hann hafi fengið svona tappa í eyrað.....  Mér var samt meira að segja sama þótt hann hafi gert smá sár inn í eyrað á mér.... það er ekki næstum eins mikill sársauki og að hafa þennan aðskotahlut í eyranu.... dropar í eyrun laga sárið á smá tíma. 

Í dag var einhver hátíð á leikskólanum  hjá Emil.... skrúðganga og engin smá skrúðganga... átti að labba á milli einhverra leikskóla í seljahverfinu og enda svo á að grilla pylsur og foreldrar áttu að fara með krökkunum.  Minn maður ákvað að það væri bara ekkert gaman að fara í skrúðgöngu í grenjandi rigningu og að þurfa að labba svona mikið með svona stutta fætur þannig að hann græddi það að fá að vera heima í dag með pabba.  Annars finnst mér undarlegt hvað eru gerðar miklar kröfur á foreldra barna í dag... þetta var ekki svona þegar ég var að alast upp.... nú eiga foreldrar að mæta á bekkjarkvöld, opin hús, fræðslufundi í skólanum, foreldrarölt, foreldrafundi, sveitaferð, skrúðgöngu og helling í viðbót.... erum við einu foreldrarnir sem er í vinnu???  Það er nóg að þurfa að redda sér á starfsdögum, vetrarfríum, páskafríum, jólafríum og öllum veikindadögunum sem þeir sem til þekkja vita að eru ekki fáir á þessum bæ, að maður þurfi ekki líka að taka sér frí í hverjum mánuði til að sinna öðru tengdu skólastarfinu.... ekki það, við erum búin að vera dugleg að sinna öllu því sem strákarnir eru að gera dagsdaglega og mætum alltaf þegar við getum og meira að segja stundum líka þegar við getum það ekki... en mínum eiginmanni fannst þessi skrúðganga too much sko.

Eigið góða helgi

Kolbrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband