Uppgjör helgarinnar

Helgin hjá okkur fjölskyldunni er búin að vera frábær.  Þrátt fyrir ryk og drullu á heimilinu sem tilheyrir flísalögn á gestasalerni, höfum við bara brett upp ermarnar og bara þrifið jafnóðum:) 

Húsfrúin byrjaði helgina á skemmtilegu starfsmannapartý hjá Tomma í Hólabergi.  Ein rauðvín drukkin í góðum félagsskap, ég held að ég hafi fengið harðsperrur í magan af hlátri, þvílíka fjörið sem var hjá Tomma:)  P1010009

Í dag héldum við svo upp á afmæli miðsonar, Hafsteinn á 10 ára afmæli þann 17. apríl sem er á þriðjudaginn og við héldum afmælisveisluna í dag:)  Það má kannski nefna það að við Hlynur byrjuðum líka að vera saman þann 17. apríl (bara árið 1993).  En á heimilinu var mikið fjör í dag, kökur og brauð, fullt hús af börnum, mikið talað og hlegið.  Það er alltaf gaman að hitta fjölskyldu og vini, við gerum allt of lítið af því að verja tíma með þeim sem okkur þykir vænst um.  Hafsteinn var mjög ánægður með veisluna sína og gjafirnar sínar, svei mér þá ef afmælisveisla er ekki bara farin að líkjast fermingarveislu, allavega verður minn miðsonur ekki blankur í bráð:)

P1010021

 

Frábær helgi að baki... takk Berta mín fyrir að taka vaktina mína í dag í Hólabergi, þú átt inni stóran greiða hjá mér:)  Ég fer með bros á vör inn í nýja vinnuviku í fyrramálið.

Out

Kolbrún

 

ps... það eru nýjar myndir í myndaalbúmi sem heitir Helgin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með daginn kæra fjölskylda....og þá sérstaklega Hafsteinn að sjálfsögðu:)

Leitt að hafa ekki komist í afmælið, og enn leiðinlegra eftir að hafa skoðað myndirnar með öllum kræsingunum!!! Hvernig ferðu eiginlega að þessu Kolla mín?? Alveg er ég viss um að þú geymir einhverja kökugerðaálfa inn í geymslu hjá þér, hehe:)

Sjáumst hress og kát.....stórt afmælisknús til Hafsteins frá okkur í Álfaborgunum.

Berta María (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með soninn. Oh, kökurnar, uhhhhhmmmm...segi eins og Berta, þú hlýtur að luma á álfaþrælum í geymslunni....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband