12.4.2007 | 21:49
Ekki gera ekki neitt!!
Er það ekki einhvern veginn svona sem slagorð Intrum á Íslandi hljóðar. Allir búnir að sjá auglýsingar hjá þeim í langan tíma og Intrum minnir mig í raun á stóra röð af óuppvöskuðum diskum.
Engin vill fá bréf frá Intrum. Ég fékk eitt slíkt í dag. Ég varð ekkert smá hissa, enda kannast ég ekki við að skulda neinum neitt nema bankanum fyrir húsinu mínu. Þegar ég opnaði bréfið sá ég að þetta var krafa frá vodafone. Ég er ekki í viðskiptum við vodafone. Ég gafst upp á að vera í viðskiptum við vodafone eftir að þeir voru búnir að loka símanum mínum í þrígang útaf 6000 kr reikningi sem ég var löngu búin að borga. Þrátt fyrir að hafa sent þeim í tvígang greiðslukvittun í tölvupósti, þá skilaði það sér greinilega ekki og þeir lokuðu aftur og aftur. Við skiptum aftur yfir í símann. Svo kom Intum bréfið í dag.... enn verið að rukka okkur um þennan 6000 kall sem er löngu búið að borga. Ég get ekki sagt að ég hafi verið blíð þegar ég hringdi í vodafone í dag og spurði skýringa. Svörin þeirra.... þú skuldar þennan reikning, bókhaldið finnur hvergi neitt um að þú hafir borgað þennan reikning. Ég hringdi þá í bankann minn og þeir fundu strax millifærsluna til vodafone sem var gerð 8. febrúar, rúmlega 6000 kr. Ég hringdi aftur í vodafone og sendi þeim greiðslukvittunina í þriðja sinn á tölvupósti.... og þeir báðust ekki einu sinni afsökunar.
Nú býð ég spennt eftir öðru bréfi frá Intrum, bréfið í dag var jú bara áminning. Ég hlýt að fá frekari hótanir, það er of gott til að vera satt að þessi blessaði 6000 kr reikningur sé út úr heiminum. Og það er alveg á hreinu að þegar ég fæ annað bréf frá Intrum, þá mun ég ekki ekki gera ekki neitt!!!!
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, gott gengi í þessum viðskiptum!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.