13.6.2006 | 09:58
Bílinn ónýtur:(
Já, bílinn minn er ónýtur... veit ekki einu sinni hvar hann er en hann var dregin í burtu í gær eftir harðan árekstur með bíl frá Krók.
Ég náði í Emil í gær á leikskólann kl 3 eins og venjulega og fórum við svo í bæinn ásamt Hafsteini og ætluðum svo að ná í Hlyn kl 4 í vinnuna. Við komumst aldrei svo langt. Á Snorrabrautinni kom maður út úr porti á fljúgandi siglingu og beint á mig þannig að bíllinn minn snérist 180 gráður og lenti á kyrrstæðum bíl. Þvílíkt högg. Maðurinn sem keyrði á okkur var tekin með handjárnum niðrá lögreglustöð en hann var vægast sagt í annarlegu ástandi. Löggan hringdi í okkur í gærkvöldi og sagði að það hefðu verið teknar nokkrar blóðprufur úr honum en vitni á vettvangi sáu hann kasta frá sér sprautu.
Við Emil fórum í tékk upp á Borgarspítala.... hann með sjokk, skalf eins og hrísla og grét og ég með tognaða öxl... Hafsteinn slapp...fer ekki í vinnuna í dag og örugglega ekki á morgun. Voltaren rapid og rúmið mitt....
Ég er svo reið út af þessum árekstri.... að maður í svona ástandi skuli láta sér detta í hug að stíga upp í bíl og valda því að samborgarar séu í hættu.... ef hann hefði farið á okkur á aðeins öðrum stað í byrjun er spurning hvort við værum bara hreinlega öll hér í dag.... ef hann hefði lent inn í hurðinni hjá Emil litla... sem betur fer lenti hann einhverjum sentimetrum frá hurðinni hans..
Ömurlegt.
Stóru strákarnir mínir eru komnir í sumarfrí. Fengu einkunnirnar sínar í síðustu viku. Báðir fengu mjög góðar einkunnir... Jón Ingi líkist pabba sínum og fékk 10 í tölvufræði 9,5 í ensku.... Hafsteinn líkist mömmu sinni og fékk mjög háa einkunn í stærðfræði....
Elsku Hafsteinn minn skoðaði einkunnirnar sínar, hringdi í ömmur sína og afa og sagði þeim tölurnar og bjó síðan til skutlu úr einkunnunum.... ég sprakk úr hlátri ein inn í stofu þegar ég sá skutluna á stofugólfinu og Hafsteinn komin niður til sín í einhvern leik.... hvaðan skildi hann hafa þetta???
Jæja, svona hljóma vers dagsins
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 13
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 313002
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.