Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ

Ég á alveg ótrúlega margar minningar frá Skálatúnsheimilinu í Mosfellbæ.  Flest allar góðar.  Ég kom fyrst á Skálatúnsheimilið sem annars árs nemi við Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1993.  Fór þá á deild sem þá hét Langahlíð, það er búið að rífa gömlu Lönguhlíðina núna:(  Fyrsta daginn minn í verknáminu nánast gekk ég núverandi eiginmann minn niður, hann hafði þá unnið í Lönguhlíð í heila tvö daga.  Á þriðja ári í Þroskaþjálfaskólanum fór ég líka í verknám á Skálatúnsheimilið.  Strax eftir útskrift réð ég mig til starfa sem yfirþroskaþjálfi á einni deildinni á Skálatúni, og á sama tíma gekk ég með okkar fyrsta barn.   Eftir útskrift flutti ég í starfsmannaíbúð í Skálatúni og bjó þar í 4 ár... eldri synir mínir tveir eiga sitt fyrsta lögheimili á Skálatúnsheimilinu.  Ég eyddi brúðkaupsnóttinni minni á Skálatúnsheimilinu.  Á Skálatúnsheimilinu fékk ég mína eldskírn sem þroskaþjálfi en ég starfaði þar í 7 ár fyrir utan nemaárin mín tvö. 

Í dag var okkur hjónum boðið í fertugs afmæli hjá einum íbúa Skálatúnsheimililsins.  Hann var 26 ára þegar ég kynntist honum fyrst og fékk ég tækifæri til að vinna með honum í gegnum vettvangsverkefni mitt í Þroskaþjálfaskólanum.  Frábær karakter þar á ferð.  Ræturnar hjá mér eru greinilega sterkar.  Þegar ég kom í veisluna í dag og hitti hann og marga aðra íbúa Skálatúns fékk ég smá fiðring í magann... ég átti góð ár með þessu frábæra fólki á Skálatúni. 

Það er líka skrýtið að koma í veislu og hitta sömu þroskaþjálfana og ég var að vinna með fyrir mörgum árum, það hefur ekki mikið breyst síðan ég var að vinna þar.  Anna Stína er enn forstöðuþroskaþjálfi en í dag hitti ég einnig fleiri þroskaþjálfa.  Meðal annars hittum við Snorra sundkerrara.  Við fórum með alla strákana okkar í ungbarnasund til hans og í dag minnir hann okkur á Skálatún sem þátttakandi í sjónvarpsauglýsingum fyrir happadrætti. 

Það er gott að rifja upp góðar minningar frá Skálatúni.  Ég kvaddi þennan góða stað árið 2001 þegar ég réð mig til starfa hjá SSR (Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík).  Mér líður afskaplega vel í vinnu hjá SSR og sé mig vinna þar um komandi ár.  Ég er heppinn að hafa átt þar góða yfirmenn og frábæra samstarfsfélaga og hef fengið tækifæri til að spreyta mig þar á ýmsum verkefnum sem flest hafa verið skemmtileg. 

Ég er hætt að vera væminn í kvöld... það var bara svo ótrúlega margt sem rifjaðist upp þegar ég fór í afmælið í dag:)

Læt fylgja með mynd af Skálatúni fyrir þá sem hafa ekki fengið tækifæri til að líta þennan góða stað augum:)

skalatun_135031854

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var fallegur pistill um fallegt heimili.... Sem borinn og barnfæddur Mosfellingur þá hefur maður kynnst fjöldan allan af vistfólki þaðan og allt er þetta yndislegt fólk og öfunda ég þig að hafa fengið að starfa með þessu fólki.

Á sumrin hjóluðum við vinirnir oft að Skálatúni og fórum hjólahringinn sem var með öllum umferðarmerkjunum og þótti gaman oft spjölluðum við hressa vistmenn á Skálatúni í leiðinni... Vona að þetta heimili eigi eftir að vera þarna um ókomna tíð því Skálatún er eitt að merki reitum bæjarins..

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta eru yndislegar minningar og gott að eiga þær. Þetta er ekki væmni, heldur stefnumót við tilfinningarnar..!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég ólst upp í Mosfellsbænum og þá vissi maður nú lítið um þessa starfsemi þarna. Vissi bara að þarna var staður þar sem sérstakt fólk bjó og maður sá þau helst í halarófu tilsýndar í göngutúrum og á leið í kaupfélagssjoppuna.

Svo fór maður í lúðrasveitina og kom þarna á litlu jólum og 17. júní í mörg, mörg ár. Alltaf fannst fólkinu jafn gaman að fá okkur, sérstaklega þeir sem leystu af stjórnandann okkar hann Birgi, og stýrðu leik lúðrasveitarinnar af mikilli röggsemi.

Ingi Geir Hreinsson, 7.4.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 26
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 310807

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband