Mannlífið við Gróttu

Í gærdag fór ég í fjöruferð niður í Gróttu með börnunum sem ég vinn með.  Við vorum með poka með okkur undir skeljar og ætluðum bæði að tína skeljar og skoða steina.  Fullt af fólki var við Gróttu, mikið af barnafólki, fólki með hundana sína og ferðamenn.  Ég hafði ekki farið í mjög langan tíma í fjöruna í Gróttu fyrr en í gær.  Það sem kom mér svo á óvart þarna var óþrifnaðurinn í Gróttufjörunni.  Fyrir utan rusl út um allt, var allt morandi í stórum fiskhræjum og litlu flugurnar voru í milljónatali.  Það er skemmst frá því að segja að við stoppuðum ekki lengi í fjörunni í Gróttu.  Þegar við vorum á labbi upp í bílana aftur, þá mættum við fermingardreng í sínu fínasta pússi.  Hann hefur sjálfsagt verið að fara að láta taka af sér myndir í náttúrunni.  Miðað við fjöruna í Gróttu í gær, finnst mér ekki líklegt að það hafi fengist margar góðar myndir af honum þar:(

Gleðilega páska

Kolbún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband