Fyrstu skrefin

Ég horfði á sjónvarpsþáttinn fyrstu skrefin sem var á skjá einum í kvöld.  Í þættinum var fylgst með barnsfæðingu. 

Barnsfæðing er það fallegasta sem er til í heiminum finnist mér.  Að fæða barn er með því erfiðara sem ég hef gert og ég stóð sjálfa mig að því að krossleggja lappirnar þegar ég var að horfa á konuna í hríðunum.  Reyndar þarf ég stundum ekki annað en að keyra framhjá landsspítalanum til að krossleggja lappirnar, hehe.  En ég næstum gat fundið fyrir hennar sársauka í gegnum sjónvarpsskjáinn.  Og þegar hún fékk barnið upp á magann fann ég hvernig hjartað í mér tók aukaslag, þetta er svo falleg sjón.  Ég hef ekki fengið tækifæri til að fá mína stráka beint upp á magann, þeir hafa allir verið teknir af mér og settir í hitakassa.... en ég samgleðst þeim konum sem fá að upplifa þetta.

Svo fannst mér svo frábært að fylgjast með verðandi föður í þættinum.   Hann svo virkilega vandaði sig, hann var að setja kaldan þvottapoka á ennið á konunni sinni, setti róandi tónlist á og fleira.... alveg yfir sig stressaður.  Égg veit að minn maður var tilbúin með þetta allt, en ég var svo tja ég veit ekki hvað, virtist kannski svo reið við hann í hríðunum að hann fékk ekki leyfi til neins.... þvílíka frekjan sem ég var:(  Enda reyndi minn maður þetta bara í fyrstu fæðingu.

Kolbrún out:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Haha, mikið er ég fegin að ég var EKKI fluga á vegg þarna.

Og Kolla mín, ég elska þig en þú ert bara alltaf þvílík frekja

Ingi Geir Hreinsson, 5.4.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband