31.3.2007 | 17:11
Bónusferð helgarinnar
Við fjölskyldan drógum það þar til í dag að fara í bónus og gera heimilisinnkaupin. Stór innkaup eins og við gerum einu sinni í viku. Við skiptum liði til að ljúka þessu af á sem stystum tíma og borguðum og fórum út. Af einhverri rælni fór ég að lesa strimilinn þegar ég var komin út í bíl, en mjög oft les ég ekki strimilinn. Við höfðum keypt eina kippu af pepsi max, sem sagt 6 flöskur en á strimlinum stóð að ég hefði keypt 66 pepsi max og borgað fyrir það meira en 5000 kr. Ég fór því aftur inn í bónus og sýndi afgreiðslustúlkunni strimilinn og hún kallaði í vaktstjóra. Vaktstjórinn sagði að afgreiðslukonan hefði óvart stimplað inn tvö 6 og þar lægu mistökin. Ég held að það hefði svo sem ekki þurft háskólamenntun til að sjá það:) En allavega, þá bauð vaktstjórinn í bónus mér gjafabréf fyrir mistökunum, gjafabréf upp á 4800 kr þar sem hún mætti ekki endurgreiða svona stóra upphæð. Þá fauk í mína og ég sagðist ekki vilja neitt gjafabréf, ég vildi fá peninginn. Annar viðskiptavinur sem varð vitni af þessu hváði og spurði vaktstjórann hvort ég ætti að gjalda fyrir þeirra mistök. Aumingja vaktmaðurinn þorði því ekki annað en að fara í kassan og borga mér 4800 kr....
Mér finnst það undarlegt að það eigi að borga viðskiptavini með gjafabréfi en bónus gerir mistök..
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 261
- Frá upphafi: 311869
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahaha. Hvað var vaktstjórinn gamall? Ég skal lofa þér því að þetta er ekki reglan hjá Bónus. Þetta er misskilningur hjá starfsfólkinu. Þetta á örugglega við um ef fólk kaupir vöru (og þá væntanlega sérvöru, ekki matvöru) og skilar henni svo. Þá sennilega má ekki endurgreiða vöru, nema upp að einhverri vissri upphæð, heldur gefin út innleggsnóta. Mér finnst þetta alveg bráðfyndið. Þvílíkt og annað eins rugl.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.