Markaðssetningin hjá Glitni

Inn um lúguna heima hjá mér kom A4 umslag í gær, merkt mér og syni mínum elsta.  Utan á umslaginu var engin auglýsing, bara hvítt venjulegt stórt umslag.  Elsti sonurinn er nýorðin 12 ára gamall og að mínu viti telst hann enn vera barn.  Allavega.... í umslaginu var auglýsing frá bankanum glitni, þar sem bankinn er að auglýsa einfaldasta bankakerfi í heimi fyrir börn.  Það er, debetkort með engum færslugjöldum, ókeypis netbanka, vexti á peningana og ókeypis fjármálaráðgjöf hjá þjónustufulltrúa.  Hvað hefur 12 ára gamalt barn að gera með fjármálaráðgjöf hjá þjónustufulltrúa hjá Glitni.  Og til að ginna börnin til að koma í glitni og fá sér þar persónugert debetkort, þá bíður bankinn öllum börnum upp á páskaegg sem koma fyrir páska og sækja um þessa þjónustu.  Og allir sem koma svo fyrir einhvern x tíma fá svo playstation3 tölvu, en hún verður dregin út úr einhverjum potti.   Eins og sést, þá hef ég lesið auglýsingu sonar míns vel og ég er ekki sátt við þessa aðferð hjá glitni.  12 ára strákur er barn.  Hann fær ekki að sjá eða fá í hendur þennan bréfapóst frá glitni, það er alveg á hreinu.  Ég spyr mig hvort svona markaðssetning sé hreinlega leyfileg, hann er ekki fjárráða og hefur ekki einu sinni úr miklum peningum að spila.

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Moby

En var ekki bréfið stílað á þig líka? Er þetta bara ekki spurning um valfrelsi foreldra hvort þau vilja bjóða börnunum sínum uppá þetta?

Svo efa ég að allir fá playstation 3 tölvu að gjöf.

Moby, 31.3.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sæll Haraldur,

Það er rétt hjá þér að bréfið var stílað á okkur bæði, mig og soninn og að sjálfsögðu hef ég valfresli og eins og ég skrifaði ætla ég ekki að bjóða syni mínum upp á þetta.  Það sem ég er aftur á móti að benda á, er að mér finnst ekki rétt að bankar séu farnir með svona hætti farnir að berjast um viðskipti barna með því að bjóða gylliboð eins og persónugert debetkort, fjármálaráðgjöf o.s.frv.

Varðandi playstation tölvuna þá er það rétt að börnin fá ekki öll tölvu, ég viðurkenni það að ég skrifaði ekki nógu skýrt en nöfn barnanna fer í pott sem dregið verður úr og eru verðlaunin playstation tölva.  Ef þú hefðir lesið yfir tvisvar eða kannski hægar hefðir þú auðveldlega séð að ég ég skrifaði þetta ekki nógu skýrt en það hefði átt að skiljast:)

Kolbrún Jónsdóttir, 31.3.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 261
  • Frá upphafi: 311869

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband