26.3.2007 | 19:25
Los Angeles
Er ekki komin tími á smá ferðasögu:)
Við vorum 13 Íslendingar sem lögðum af stað til Los Angeles laugardaginn 17. mars. Við flugum í gegnum Minneapolis og höfðum 3 klst til að koma okkur þaðan og upp í næsta flug sem myndi ferma okkur í borg fræga fólksins. En máltækið um að engin ráði sínum næturstað sannaðist svo sannarlega á okkar fyrsta sólarhring í ferðalaginu. Það byrjaði á klst seinkun á Íslandi og svo þegar við lentum í Minneapolis var bilun í rampinum þannig að við þurftum að bíða í vélinni lengi eftir að komast inn á flugstöðina. Þá var tekið til fótanna en það var alveg sama hversu hratt við hlupum, við náðum ekki flugvélinni til Los Angeles og urðum því strandaglópar í Minneapolis, án farangurs, án gistingar, allslaus. Við náðum okkur í gistingu á Holiday Inn í Minneapolis eftir þó nokkuð ströggl og eyddum svo öllum næsta degi í Mall of America þar sem við fengum ekki aftur flug fyrr en kvöldið eftir. Ekki tók betra við þegar við mættum tímanlega daginn eftir út á flugvöll. Þar sem við höfðum misst af fluginu okkar vorum við flögguð, en það þýðir að við vorum í tékkinu tekin til hliðar og leitað á okkur og allur handfarangur okkar skoðaður og tekin upp úr töskum. Við náðum þó að lenda í Los Angeles sólarhring á eftir áæltun og eftir það gekk allt upp hjá okkur. Kannski að tvö máltæki hafi sannast í ferðinni, því að fall er fararheill á líka vel við.
Við fórum á sýningu í Los Angeles þar sem mikill fjöldi sýnenda var að sýna nýjustu hjálpartæki í starfi með fötluðu fólki. Ég varð hreinlega orðlaus oft á sýningunni, þvílík snilld sem þarna var að finna. Ég held að ég hafi fengið að sjá þarna meira að nýjungum sem við getum nýtt okkur beint inn í okkar starf en ég hef nokkurn tíman áður séð. Stundum hélt ég að sýningin gæti ekki toppað sjálfa sig, ég gæti ekki séð neitt meira sem myndi heilla mig eins mikið og ég hafði áður séð á sýningunni, en það var sama sagan alltaf.... sýningin hélt áfram að toppa sjálfa sig.... frábær sýning í alla staði:)
Þann frítíma sem við höfðum í Los Angeles notuðum við vel. Við vorum komin út fyrir kl 8 á morgnana og komum aftur upp á hótel seint á kvöldin. Við skoðuðum Hollywood Blw og walk of fame, Kodak theatre og chinese theatre, við fórum í Ripleys safnið, fórum í Universal studios sem var snilld, skoðuðum Beverly Hills og Melrose, frægu göturnar Rodeo Dr og Sunset Blw, keyrðum upp að Hollywood skiltinu fræga og keyrðum upp að villum fræga fólksins í LA. Fórum út að borða á hverju kvöldi, einu sinni á Spago sem er einn flottasti veitingarstaðurinn í Beverly Hills (og verðið eftir því).
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá ferðinni í myndaalbúmið, njótið:)
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman, gaman.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.