27.5.2006 | 19:58
EXIÐ
Ég hálfpartinn skammast mín fyrir það að það hafi yfirhöfuð hvarlað að mér að mæta ekki á kjörstað í dag.... ég eiginlega er ekki sátt með neinn flokk..... jú ég er meira sammála sumum málefnalistum en öðrum og það er eiginlega fólkið á listunum sem ég er ekki að fíla....
Þegar ég var að alast upp voru kostningardagar hátíðisdagar. Dagurinn var tekin snemma og allir fóru í sparifötin. Borðaður var góður matur og fylgst með sjónvarpinu fram á rauða nótt. Auðvitað reyndu foreldrar mínir að hafa áhrif á mig í æsku, enda eru þau bæði blárri en allt sem blátt er. Pabbi sagði við mig að ef ég væri ekki viss um hvað ég ætti að kjósa ætti ég bara að setja krossinn réttu megin við D ið. Einnig man ég eftir því að þegar ég loksins vaknaði á kostningardag voru dagblöðin opin á borðinu á þeim stað sem voru auglýsingar frá Sjálfstæðisflokknum.
Við fjölskyldan höfum í gegnum árin tileinkað okkur eitthvað af þessum gömlu hefðum foreldra minna. Kostningardagur er hátíðisdagur og við klæðum okkur upp áður en við förum að kjósa. Við verðum jú að muna að það er ekki svo langt síðan konur höfðu ekki einu sinni kostningarrétt.... foreldrar mínir halda enn í sínar gömlu hefðir, breytingin síðan í æsku er sú að núna búa foreldrarnir í stóru einbýlishúsi og flagga fánanum í garðinum í tilefni dagsins. Pabbi kom við hér í dag og sagði að vonandi þyrftu þau ekki að flagga í hálfa stöng á morgun.
Nú tekur við kostningasjónvarpið.... við Hlynur erum að spá í að horfa á stöð2 í kvöld....
Njótið kvöldsins og vonandi hafa allir nýtt kostningarréttinn sinn
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 2
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 312991
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.