3.3.2007 | 20:12
Kaupmannahöfn:)
Ég fékk alveg ótrúlega skemmtilegan tölvupóst á föstudaginn, ég hafði í gamni mínu prófað að sækja um íbúð sem stéttarfélagið mitt á í Kaupmannahöfn í sumarfríinu. Og viti menn, ég fékk íbúðina í viku. Akkúrat á þeim tíma sem vinnustaðir okkar beggja eru lokaðir, leikskólinn er lokaður og skólastrákarnir auðvitað í fríi. Þvílík hamingja hjá litlu strákunum mínum að fá að fara til útlanda í sumar. Og við hjónin erum sérlega ánægð með þetta, því það er bæði erfitt að vera með fimm manna fjölskyldu á hótelherbergi, auk þess sem brunavarnir í Evrópu banna hótelum að vera með meira en fjóra saman í herbergi þannig að við þyrftum annaðhvort að skipta fjölskyldunni í tvennt eða að leigja eitthvað fjölskylduherbergi sem er lítið um og rándýrt.
Þannig að Kaupmannahöfn er málið þetta sumarið með fjölskylduna, vonandi með viðkomu í Billund í Legoland en það er draumur yngri kynslóðarinnar að heimsækja Legoland.
Í fyrrasumar vorum við á Íslandinu góða allt sumarið með ungana okkar í sumarfríinu og gerðum svosem ekkert sérstakt nema mála húsið og ditta að, auk þess sem við fórum í dagsferðir innanlands.... strákarnir eru því mjög ánægðir með gang mála fyrir sumarið núna:)
Ég vinn með alveg hreint frábæru fólki. Á síðasta ári fór allur starfsmannahópurinn minn saman til Boston í frábæra námsferð og hópurinn var varla lentur á Íslandinu aftur þegar hópurinn fór að plana næstu ferð, sem áætlað er að fara haustið 2008. Í dag var starfsmannahópurinn minn með kompusölu í Kolaportinu til fjáröflunar og þvílíkt magn af kompudóti sem starfsfólkið safnaði saman fyrir daginn, samt er hálft annað ár þar til áætlað er að fara í þessa ferð.
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.