Skóli fyrir alla

Ég fór í dag á opin hádegisfund í háskóla Íslands sem samfélagiđ stóđ fyrir og bar yfirskriftina stuđningur viđ fjölskyldur barna međ sérţarfir.  Ég náđi reyndar bara ađ hlusta á ţrjú erindi á fundinum vegna annarra starfa en ţađ sem ég heyrđi fannst mér mjög áhugavert.

Fyrst var međ erindi afi drengs međ Asperger syndrome.  Ţađ var í áhugaverđasta innleggiđ á hádegisfundinum.  Ţessi afi á barnabarn sem er í sérskóla í Danmörku.  Áđur stundađi drengurinn nám í almennum skóla og gekk skólalífiđ hans ţá mjög ílla.  Ţegar drengurinn fór í sérskóla og valdist í bekk međ öđrum krökkum sem líka eru međ greininguna Asperger fór fjölskyldan aftur ađ eiga líf.  Strákurinn fór ađ vera glađur aftur, hann fór ađ vilja fara í skólann og gengur miklu betur í skólanum.  Afinn lét ţau orđ falla ađ börn međ Asperger syndrome ćttu alls ekki ađ vera í almennum skólum, heldur í sérskólum ţar sem vćri unniđ sérfrćđistarf međ ţeirra ţarfir í huga. 

Á Íslandi er mikiđ fariđ eftir ţeirri stefnu ađ skólinn á ađ vera fyrir alla. Í öllum grunnskólum landsins eru börn sem bćđi eru fötluđ og ófötluđ og er ţeim blandađ međ stuđningi.  Hjá sumum gengur vel, hjá sumum gengur ekki eins vel.  Margir foreldrar velja sérskóla fyrir barniđ sitt strax í upphafi skólagöngu og einnig eru starfandi sérdeildir í mörgum grunnskólum. 

Er ekki máliđ ađ foreldrar hafi val um skólagöngu fyrir barniđ sitt.... og ađ seinna meir hafi barniđ val, ef barniđ getur tjáđ sig um ţađ?   Ég held ađ margir hljoti ađ hafa sjokkerast ađeins yfir sterkum skođunum afans á hádegisfundinum, ţ.e ađ engin börn međ Asperger ćttu ađ vera í almennum skólum....

Seinni fyrirlesturinn á hádegisfundinum hélt svo Ţór Ţórarinsson deildarstjóri hjá félagsmálaráđuneytinu.  Frábćrt ađ hlusta á hann og allt sem er á stefnuskrá ráđuneytisins fyrir fjölskyldur fatlađra barna.  Einhvernvegin finnst mér ég samt hafa heyrt svo margt af ţví sem hann sagđi hundrađ sinnum áđur og á örugglega eftir ađ heyra ţetta hundrađ sinnum aftur áđur en málin verđa eins og hann setti ţau upp.... ţađ vćri í svona draumaţjóđfélagi:)   En ţađ er engu ađ síđur gott ađ hafa ađ einhverju ađ stefna, en í ţessu tilfelli held ég ađ fjalliđ sé bratt, ţví miđur og markmiđin of stór biti í einu.....

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband