27.2.2007 | 23:18
Kosningar til alþingis
Það getur ekki farið framhjá einum einasta manni að það eru kosningar framundan til alþingis. Mér hefur þótt skemmtilegt að fylgjast með fréttum undanfarnar vikur og stundum hefur fréttamennskan komið mér þannig fyrir sjónir að þeir sem séu í framboði séu "inn og út um gluggann"... Jakob Frímann út... Björk inn... Margrét í fýlu....Árni Johnsen inn á forni frægð og svo framvegis.
Ég er alin upp í mikilli sjálfstæðismannafjölskyldu... ég held hreinlega að 99% af mínu fólki séu gallharðir sjálfstæðismenn. Á mínu heimili var það venja að klæða sig upp á kjördag, þetta hefur alltaf verið mikill hátíðisdagur. Við hjónin höfum alltaf farið í betri fötin á kjörstað, það eru jú forréttindi að geta fengið að hafa áhrif. Auðvitað höfðu foreldrar mínir áhrif á mig í uppeldinu, stundum voru þau kannski aðeins of ýtin ef eitthvað var.... MUNDU ÞAÐ BARA ÞEGAR ÞÚ KEMUR Í KJÖRKLEFANN AÐ SETJA XIÐ RÉTTU MEGIN VIÐ D
Nú er bara spurning hvar maður eigi að setja xið réttu megin í þessum kostningum... er einhver réttur bókstafur til? Eru ekki bara allir með sín gylliboð og svo stenst ekkert þegar fólk er komið til valda... hef soldið upplifað það eftir að ég komst til vits og ára... allavega til ára.
En umfram allt....nýtum kostningarréttin.
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað það kemur mér á óvart að það renni blátt blóð í æðum þínum! Ég efast nú um að þér renni enn blóðið til skyldunnar...
Þetta er einmitt málið, að taka sína ákvörðun og hafa áhrif! Það skiptir verulegu máli. Sem kjósendur á fólk að gera kröfur, koma með tillögur, skrifa greinar, taka afstöðu... þá græða allir!
Kristbjörg Þórisdóttir, 27.2.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.