Læknavaktin

Ég þurfti að fara með yngsta soninn á læknavaktina í kvöld.  Hann er búinn að vera lasinn í þónokkurn tíma og er nú kominn á meðferð vegna lungnabólgu.  Fékk frábæra þjónustu á læknavaktinni, þrátt fyrir að ég hafi nú ekki alltaf talað vel um þessa þjónustu.  Læknirinn sem tók á móti okkur nennti að taka á móti okkur og það er nú ekki alltaf þannig þegar maður leitar á læknavaktina í Kópavogi... sumir læknar eru meira í þessari þjónustu eins og færibandavinnu.  Læknirinn gaf okkur meira að segja nýtt ráð vegna hóstans hjá barninu, það er að gefa honum hálfa töflu af parkódín fyrir svefnin til að minnka hóstann... 

Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með mannflórunni sem sækir þjónustu á læknavaktina.  Þarna eru komnir saman tugir fólks á öllum aldri, allt frá nýfæddum börnum upp í mjög gamalt fólk.  Allir sitja í og bíða, börnin leika sér í vatnskrananum og það er svona sérstakt andrúmsloft í húsinu.  Eldra fólkið gefur sig gjarnan á tal við börnin og í kvöld var engin undantekning á því.  Fyrst gaf miðaldra maður sig á tal við Emil.  Emil var hræddur við hann og hljóp í fangið á mér.  Þá fór maðurinn að tala við mig.  Maður fann hvað hann var hræddur þegar hann fór að segja mér í óspurðum fréttum að hann væri með svo mikinn svima og hefði aldrei fengið svima á ævinni fyrr.  Ég vorkenndi manninum... það var eins og hann þyrfti að létta á sér við einhvern.   Annar eldri maður vogaði sér að heilsa litla Emil og það var ekki að fara vel í minn mann að ókunnugur maður skildi heilsa honum og aftur hljóp hann eins og fætur toguðu í fang móður sinnar.  

Það er eins og það ríki ákveðin samkennd á læknavaktinni.  Þangað koma allir af ástæðu, vegna veikinda.  Sumir óöruggir um hvað ami að þeim, sumir hræddir.  Þetta er eins og ein stór fjölskylda:) 

Þvílíkar pælingar

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ef ég stofnaði sjálfstæða læknavakt myndi ég ráða þig til að sjá um geðheilsu biðgesta. Því vissuleg er erfitt að vera á biðstofnnu. Og ekki síst með ungann sinn. Þekkjandi þig, skil ég manninn vel, - og soninn sem hljóp í fangið á þér. Sum föng eru bara svo mikið skjól. Finnst þér ekki skjól vera eitthvað fallegast orð á íslensku? Það finnst mér. Heilsist Emil sem best.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 01:30

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Takk fyrir hlý orð Guðný Anna:)

Kolbrún Jónsdóttir, 11.2.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Helga Jónsdóttir

dem misstum við af þér á Læknavaktinni.  Vorum þar í dag með Magnús sem er byrjaður að pikka upp hverja einustu pest eftir að rörin duttu hjá honum og auðvitað kominn með eyrnabólgu og sýkingu í augun.  Búinn að vera veikur síðan á aðfaranótt föstudags.  Vorum líka á Læknavaktinni á síðasta sunnudag og þá með Eddu og það var sama sagan með hana, Eyrnabólga og sýking í augum.  Hún er sem betur fer orðin góð.  Það sem mér finnst nú merkilegast við þessa blessuðu Læknavakt er að ég skil ekki af hverju er bara eitt svona fyrirbæri á öllu landinu.  Það er alveg sama hvenær maður kemur þarna, á virkum degi, um helgi, snemma eða seint, það er ALLTAF 40 mínútna bið frammi til að komast að.  Annaðhvort að fjölga læknunum þarna meira eða stofna fleiri Læknavaktir svo fólk þurfi ekki að bíða svona lengi alltaf.  Vonandi batnar Emil fljótt af lungnabólgunni.  Það er nú ekki orðið sniðugt hvað hann fær oft lungnabólgu greyið.

Kv, Helga og lasarusarnir

Helga Jónsdóttir, 12.2.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband