7.2.2007 | 17:13
Var boðuð í héraðsdóm í dag
Já,
Þvílíkur police day. Ég fékk símtal eftir hádegi í dag frá lögreglunni í Reykjavík. Ég panikaði auðvitað, því ég hélt að þeir væru að tilkynna mér það að ég hefði misst prófið um daginn. En nei...lögreglan var að hringja í mig til að boða mig í héraðsdóm Reykjavíkur í næstu viku til að bera vitni vegna áreksturs sem ég lenti í í fyrrasumar (eiturlyfjasjúklingur keyrði á mig og eyðilagði bílinn minn). Ég eiginlega panikaði enn meira við þetta.... sé fyrir mér bara Boston legal réttarhöldin, hehe.
Ég hef bara aldrei á minni ævi verið kölluð til vitnaleyðsla áður og veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig. Veit bara að ég á að mæta í einhvern ákveðin sal í næstu viku og ég veit að sá sem er verið að kæra verður þarna líka... úff ekki gaman þetta. Svona á bara ekki við mig.
En þetta er ekki búið... þegar ég kom heim beið mín bréf frá lögreglunni. Sekt vegna of hraðs aksturs, missti sem betur fer ekki prófið en fékk sekt og 3 punkta....
Vonandi er ég ekki orðin þekkt hjá lögreglunni.
Keyrið varlega - varið varlega í umferðinni.
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú mátt þakka fyrir að hafa bara hreint sakavottorð eftir þetta alltsaman... og þú sem mátt ekki vamm þitt vita! Fáðu þér súkkulaði með rjóma og Oreo-ostaköku með. Það er toppurinn á tilverunni og læknar öll sálarmein ( í allt að 5 mínútur...)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2007 kl. 18:09
Kolla þú ert nú meiri krimminn!!! HA HA
Kristbjörg Þórisdóttir, 7.2.2007 kl. 18:57
ohhh stelpur, ég er ekki á sakaskrá:) það var sérstaklega tilgetið í hraðaaksturbréfinu að ég færi ekki á sakaskrá, enda hefði ég nú ekki meikað það.
Í fyrra tilfellinu var ég í fullum rétti... trúlega fer sá sem ég er að vitna gegn á sakaskrá, .... það mátti ekki miklu muna þar og ég með börnin mín í bílnum.
Kolbrún Jónsdóttir, 7.2.2007 kl. 19:08
Kolla mín, það sem þú verður að fara að gera er að átta þig á að Palli er ekkert einn í heiminum. Það eru aðrir bílar þarna úti og það eru takmarkanir á leyfilegum hámarkshraða. Það bendir nú samt allt til að ef þú ætlaðir að skipta um starfsgrein væri Strætó BS íhugunarverður kostur, þú myndir amk falla vel í hópinn. ;-)
Ingi Geir Hreinsson, 8.2.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.