Happy Feet

Húsbóndinn á heimilinu var að vinna í dag.  Ég ákvað að eyða deginum vel með strákunum mínum þar sem ég er yfirhöfuð svo mikið að vinna að það er gott að nota þann tíma sem maður hefur vel.  Við ákváðum að fara í bíó og var það í fyrsta sinn sem Emil litli fer í bíó.  Við völdum myndina Happy Feet, sérstaklega með það í huga að í myndinni er mikill söngur og hélt ég að þá myndi Emil frekar halda sér við efnið.  

Ég læt það alltaf koma mér jafn mikið á óvart miðaverðið í bíó... barna teiknimynd og foreldrið borgar fullt verð s.s 900 kr á meðan börnin borga 450 kr.  Mér finnst þetta í raun mjög skrýtið þar sem foreldrar eru fylgdarmenn barna sinna í bíó á þessar barnamyndir.  Það ætti bara að vera eitt fast verð á barnamyndir í kvikmyndahúsum.  Allavega finnst mér undarlegt að ég þurfi að borga tvisvar sinnum meira en börnin mín til að komast inn á barnamynd.  Ekki má misskilja mig að ég sjái á eftir peningunum í bíóferð barnanna minna, það er alls ekki svoleiðis.... mér finnst þetta bara ekki alveg meika sens.

Ég tala nú ekki oft um peninga svona almennt.... hef nóg fyrir mig og mína og á meðan ástandið er þannig þá er ekki neitt til að tala um.  

Húsbóndinn fór aftur á móti með strákana í klippingu um daginn.  Þeir eru 9 og 12 ára, sá eldri var rakaður og er bara með smá hár á kollinum (svona eins og kiwi, eins gott að hann lesi þetta ekki), hinn er með aðeins meira hár eftir, bara svona drengjaklippingu.   En reikningurinn fyrir þessari klippingu hljóðaði upp á 5980 kr.  Og ekki var um að ræða neina háklassa hárgreiðslustofu bara venjulega (Brúskur upp á höfða). 

Ég lofa að ræða ekki meiri peninga um sinn....

Kolbrún out. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband