Færsluflokkur: Dægurmál
9.3.2008 | 20:38
Páska hugvekja í mínu boði
Nokkrir dagar í Páska, aðra af heilugustu hátíðum okkar Íslendinga. Fyrir mér í dag snúast þessir heilugu dagar aðallega um FRÍ... fjölskyldan er í fríi saman. Ég hef aldrei alist upp við það að fara í kirkju, hvorki á jólum né páskum. Reyndar finnst mér íslenska þjóðkirkjan sú allra leiðinlegasta, það er ekki fyrir mig að sitja undir sálmum og formlegheitum þjóðkirkjunnar. Afhverju þarf kirkjan að vera svona? Það eru trúarlegir söfnuðir út um alla borg sem eru með mun líflegri guðþjónustur, jafnvel Gospel.... Ég er í raun ekkert hissa á því að fólk sé að skrá sig úr þjóðkirkjunni í lange baner.
Bestu minningar mínar frá páskum eru að sjálfsögðu páskaeggin. Ég fékk alltaf páskaegg frá Nóa númer 4. Enda kannski engin önnu páskaegg sem komast í hálfkvist við Nóa Páskaeggin. En eins og annað, hafa páskaeggin breyst með árunum... hvað varð um stóra þykka botninn sem var bestur? Og hvers vegna í óskupunum þarf að pakka öllu namminu sem er inn í páskaegginu í einhverja plastpoka. Mér fannst það hluti af stemmningunni að fá fullt páskaeggið af "bland í poka". Ég held nú samt reyndar að við Íslendingar eigum bestu eggin, þrátt fyrir breytingarnar á þeim, allavega eru páskaeggin í Danmörku tóm... hvað er gaman af því? Við hjónin höfum frá upphafi tekið upp þann sið að strákarnir okkar fá sín páskaegg eftir að hafa farið í ratleik á heimilinu og þannig myndum við spenning hjá þeim sem við vildum ekki fara á mis við. Þótt stóru strákarnir séu orðnir stórir, þá tja allavega Hafsteinn kallar eftir því að við höldum þessum sið áfram.
Annað sem ég hef alltaf látið fara í taugarnar á mér í kringum páskana er það, að það er allsstaðar lokað. Það hefur ekki einu sinni verið hægt að fara út í búð og kaupa sér gos.... en það hefur nú sem betur fer aðeins breyst til batnaðar með árunum....það er yfirleitt hægt að finna eitthvað opið á þessum dögum. Ég hef oft hugsað til aumingja ferðamannanna sem eru á Íslandi yfir páskana... þeir geta ekki einu sinni keypt sér að borða.
Ég er kannski voðalega neikvæð í þessari færslu og vil því taka það fram að ég á mína barnatrú og er í íslensku þjóðkirkjunni... enda snýst trú ekki um einhverja ákveðna daga á árinu. Ég hef meira að segja lesið Biblíuna að stóru leyti...
En þetta eru samt pælingar!!!!
Annars hefur helgin verið ljúf... við höfum í raun ekki gert neitt nema njóta þess að vera í fríi, borða vöfflur og góðan mat og vera með góðu fólki.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2008 | 18:33
Hugsað heim
Eftir viku verð ég sjálfsagt að leggja lokahönd á að pakka okkur saman í páskaferð til Íslands. Ég get ekki neitað því að það er spenningur á heimilinu fyrir heimferðinni. Dagarnir eru taldir niður. Þrátt fyrir það að við vitum að þessi ferð verður engin afslöppun, þá hlakka ég ótrúlega mikið til. Við erum í matarboðum öll kvöld (það er samt enn eitt kvöld laust heh), kaffiboðum og ætlum að njóta þess að reyna að hitta sem flesta ættingja og vini.
Er ekki í neinu bloggstuði.... langaði bara að segja ykkur að það er vika í okkur. Muhahahah
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2008 | 19:30
Bland í poka
Ef allt fer sem horfir er ég að byrja í skóla í haust, í KHÍ. Ég ætlaði mér auðvitað eins og ég hef tjáð mig um hér áður að hefja mastersnám í stjórnun en eftir langt samtal við KHÍ í dag fékk ég að vita að það mun ekki ganga upp í bili. Þar sem ég útskrifaðist úr gamla Þroskaþjálfaskólanum, þá fékk ég ekki BA gráðu eins og þeir sem útskrifast sem þroskaþjálfar í dag. Engu að síður er ég með sömu starfsréttindi og aðrir þroskaþjálfar, BA eða ekki. Reglurnar hafa alltaf verið þannig að allir þroskaþjálfar geti sótt um mastersnám en það þurfti auðvitað að breyta því í fyrra... þannig að nú getur engin byrjað í mastersnámi án þess að hafa BA gráðuna. Ég mun því sækja um að klára BA gráðuna og stefni á að byrja á því í haust. Þetta eru 15 einingar sem ég þarf að bæta við mig og skiptist þannig að ég tek tvö fög á haustönninni og svo lokaverkefnið BA ritgerðina á vorönninni. Því miður þarf ég að koma heim til Íslands tvisvar á haustönninni til að sitja í kennslulotu hehe eins og mér finnist það leiðinlegt NOT, en lokaverkefnið á ég að geta tekið hér úti án þess að koma til Íslands. Þannig að það er þá bara að skella sér í aðferðarfræðina í haust og auk þess að velja eitthvað eitt valfag... ég á vonandi eftir að rúlla þessu upp, jafnvel þótt ég hafi ekki verið í skóla síðan 1994.
Máttur bloggsins er mikill greinilega. Við tókum eftir því að starfsmaður úr tjónadeildinni hjá Sjóvá tryggingum kommentaði á bloggið hjá Hlyni í gær og bað okkur að hafa samband. Afskapalega skrýtin leið. Ég hafði samband við hana í morgun og var hún þá komin með bréf frá dönsku tryggingarfélagi um það að Hlynur hafi lent í árekstri hér í Danmörku og verið í 100% órétti og Sjóvá beðið um að greiða allan skaða... það skal tekið fram að þetta var bréf frá tryggingarfélagið fremmsta bílsins og það tryggingarfélag og tryggingarfélag aftasta bílsins hafa greinilega ekki talað saman, því að við höfum fengið staðfestingu á því nú þegar frá þeim að við séum í 100% rétti. Hlynur gaf Sjóvá allar upplýsingar um þessi tryggingarfélög í dag og sagði þeim að tala saman. Ég er ekki alveg að nenna einhverju veseni en vonandi leysist þetta bara farsællega:)
Viljið þið meira....
Jón Ingi er nú á sínu fyrsta föstudagsdiskóteki.... alvöru diskótek sem er ekki búið fyrr en hálf ellefu. Hann var þokkalega rogginn með sig þegar ég keyrði hann þangað í kvöld og sagði mér að ég skyldi nú ekki búast við því að hann myndi hringja og biðja okkur að sækja sig fyrr en ballið væri alveg búið.... flott fannst honum að fá að fara svona á föstudagskvöldi og líka auðvitað að fá að vera svona lengi úti. Spurning hvort hann sé farinn að kíkja á stelpurnar, allavega sagði hann okkur í dag að stelpurnar í hans árgangi væru byrjaðar að mála sig.. heh.
Ég óska ykkur góðrar helgar.... við ætlum að sjálfsögðu að eiga skemmtilega helgi hér í Danmörku - enn ekki!!!!!
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2008 | 20:36
Ég á leynivin
Ég á leynivin... einhversstaðar á Íslandi. Ég er einnig leynivinur einhvers á Íslandi sem hefur ekki hugmynd um að ég sé leynivinur hans/hennar.... Í tengslum við ferðina til New York þá hefur verið startað þessum leynivinaleik....og mér finnst þetta bara gaman, enda er ég að taka þátt í svona leik í fyrsta sinn. Leikurinn mun svo formlega enda á árshátíðinni í New York en allir eiga þá að koma með lítinn pakka til leynivinar síns og leynivinurinn á að fatta hver maður er þegar hann opnar gjöfina. Ég fékk leynivin sem ég á auðvelt með að gefa gjöf, það er hann/hún mun fatta alveg örugglega að ég sé leynivinurinn.... Nú er bara að fá hugmyndir frá ykkur hvað ég get gert fyrir leynivininn minn þangað til án þess að hann/hún fatti hver ég er. Er einhver með hugmyndir fyrir mig??? Sendið mér mail....
Í kvöld borðuðum við með Rakel og Svavari og strákunum þeirra. Við erum búin að eiga saltlæri í frysti í marga mánuði og stóð alltaf til að elda það á sprengidag.... það var loksins eldað í kvöld og stóð alveg undir væntingum með uppstúf, rófustöppu og tilbehör. Skolað niður með malti og Egils appelsíni. Við Íslendingar eigum besta mat í heimi, það er engin spurning. Aðrar þjóðir blikna í samanburðinum.
out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.3.2008 | 19:11
Sjónvarp - tv - television
Já, ég er alveg í blogg gírnum þessa dagana, þið losnið ekkert við mig. Enda þokkalega ykkar val að koma í heimsókn til mín hingað á bloggið. Ég nota bloggið mitt til að fá útrás fyrir það sem ég er að hugsa og einnig nota ég það sem einskonar dagbók....
það voru mikil viðbrigði fyrir okkur að flytja úr Jöklaselinu, hingað til Horsens. Við erum í helmingi minna húsnæði hérna og þar af leiðandi er helmingurinn af búslóðinni okkar í geymslu á Íslandi, bróðurlega skipt á milli fjölskyldumeðlima heh. Eitt sakna ég mest úr búslóðinni minni.... ég hefði átt að taka eitt sjónvarp í viðbót með hingað út. Ég hef vanist því að vera með sjónvarp í svefnherberginu og hef ekkert þar núna.....og ég tými ekki að kaupa mér annað sjónvarp. Hélt ekki að ég myndi sakna þess svona mikið. Mér finnst hrikalega gott að sofna yfir sjónvarpinu en best fannst mér þó að kveikja á barnaefninu um helgar og fá tækifæri til að kúra aðeins lengur. Núna er engin miskun á heimilinu, fara niður kl 7 allar helgar og horfa á barnatímann þar. Kannski að ég kaupi mér bara nýtt sjónvarp... Ég reyndar kom með snilldar hugmynd um jólin og stakk upp á því að við myndum gefa Emil McQueen sjónvarp í jólagjöf og sá fyrir mér að þá myndi ég slá tvær flugur í einu höggi, en fyrir ykkur sem enn hafið ekki komið í heimsókn til okkar, þá deilir Emil herbergi með okkur. Þessi hugmynd var slegin út af borðinu:(
Ég skal þó viðurkenna að ég var miklu háðari sjónvarpinu heima á Íslandi en ég er hér.... Boston Legal, House, íslenska idolið/xfactor, glæstar vonir og svo fulllttt af fleiri þáttum sem ég gat ekki misst af.
Læt staðar numið hér, áður en ég missi mig í vitleysunni
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2008 | 19:26
Snakker du dansk?
Ég man hvaða fög mér fannst leiðinlegust þegar ég var í skóla. Danska og Enska, svo ég tali nú ekki um Þýskuna.... enda er ég engin tungumála manneskja. Það er mér eðlislægt að tala mikið og ég verð að geta talað hratt og því hentar mér best að nota bara íslenskuna. Ég tók út fyrir tungumálatímana þegar ég var í skóla og kveið þeim, en aftur á móti hlakkaði ég til stærðfræðitímanna, þar var ég á heimavelli. Ég gerði óspart grín af dönskunni þegar ég var í skóla og faldi það ekki að mér fannst ekki mikið til tungumálsins koma, kartöflubrandarinn oft notaður í því sambandi. Hlynur sagði mér reyndar frekar fyndin brandara um daginn. Þegar guð var að útdeila tungumálum til landa heimsins úr tungumálapokanum sínum, þá gleymdist eitt land, nefnilega Danmörk. Þannig að hann tók pokann með tungumálunum og hristi úr honum mylsnuna yfir Danmörk....
Frá því ég kom til Danmerkur hefur ekki mikið bæst í dönsku kunnáttu mína, enda er ég ekki í neinum tengslum við Dani. Ég er þó búin að rifja aðeins upp skóladönskuna mína og er svona mellufær. Yngsti sonur er ekki sammála þar. Hann tilkynnti mér það í dag að allar mömmurnar á leikskólanum töluðu dönsku nema ég og að ég yrði að tala dönsku eins og allar hinar mömmurnar. Ætli hann skammist sín fyrir tungumálaerfiðleika mömmu sinnar? Hann nefnilega er líka farin að leiðrétta dönskuna mína og er þá fokið í flest skjól, 4ja ára gutti að ritskoða tungumál mömmu sinnar. Ég skal skilja það að Oswald er ekki borið fram Oswal heldur OSWELL. Og hann verður bara reiður!!!
Ég vona nú samt að ég verði ekki sú sem flytur aftur heim til Íslands eftir 2 ár og það eina sem ég kunni að segja er en pose eller to pose.... heh
Reyndar eitt í lokinn...... samlandar okkar hér í Danmörku sem hafa komið hingað með opnum huga og ætlað að kynnast Dönum og eignast Dani sem vini hafa oft rekið sig á veggi hér. Danir vilja ekkert endilega kynnast okkur. Til að mynda myndir þú aldrei banka upp hjá Dana og spyrja hvort hann eigi kaffi án þess að gera boð á undan sér, það verður að panta tíma hjá Dönunum. Ein sem ég þekki hérna í Horsens, fór að ræða þessi mál við starfsmenn leikskóla og fékk þau svör, vertu ekki að láta þetta pirra þig, njóttu þessara ára hér í Danmörku MEÐ ÞÍNUM SAMLÖNDUM!!!
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2008 | 19:57
"Tengdadóttirinn"
Emil minn vill ekki leika við stelpur.... allavega segir hann það og segist aldrei leika við stelpur á leikskólanum. Hann reyndar setur upp hneyklissvip þegar ég spyr hann út í stelpurnar á leikskólanum og segir að mamma sé eina stelpan sem sé vinkona hans. Stóru strákarnir voru auðvitað svona líka, en í dag hefur það breyst....
Ég held að það hljóti að hafa breyst hjá Emil mínum í dag líka. Ég held bara að hann hafi orðin skotinn í stelpu í dag heh. Áróra, 5 ára stelpa sem býr hér í nágrenninu kom í dag til okkar með mömmu sinni og pabba. Emil hefur stundum hitt Áróru áður, en aldrei sýnt henni nema hæfilegan áhuga. Í dag fékk Áróra alla athygli Emils og allan þann tíma sem þau léku saman í dag hló Emil. Hann hlýtur að hafa fengið harðsperrur í magann drengurinn. Hann hringsnérist í kringum hana hreinlega. Þau byggðu sér hús úr kubbum, hús með bílskúr og skemmtu sér svo við að setja á sig tattoo. Áróra setti tattoo á magann á sér við mikla kátínu Emils og ætlaði hann að toppa hana með því að setja tattoo á rassinn á sér. Þá var leikurinn stoppaður af!!!
Þegar Áróra kvaddi svo Emil í dag.... sagði hann BLESS ÁRÓRA HLYNSSON. Ekki ráð nema í tímann sé tekið, hún á að fá eftirnafnið hans........ gaman af þessu.
Setti inn nokkrar myndir af þeim í nýtt albúm, það var svo fyndið og gaman að fylgjast með þeim í dag. Ég hef aldrei séð Emil svona áður.....
Over and out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.3.2008 | 08:56
Helgin búin
Jæja, þá er helgin búin. Er hér í rólegheitum með Emil og Jón Inga heima í dag, þeir hóstuðu og hóstuðu í nótt, auk þess sem Jón Ingi er að kafna úr nefkvefi.
Helgin var skemmtileg að vanda, bara allt allt of fjót að líða.
Ég fór á laugardagskvöldið með Bertu og Rakel á Mamma Mia, en breski söngleikurinn er núna staddur í Horsens. Það var mikil tilhlökkun að sjá ABBA söngleikinn hjá mér, enda er ég mikill aðdáandi ABBA og kann lögin þeirra flest utanað. En því miður stóð þessi söngleikur ekki undir væntigum.... það var gaman að fá að upplifa að fara á svona alvöru söngleik en ég var samt ekki að upplifa alvöru söng hjá sönghópnum. Það gæti verið að söngvararnir hafi verið orðnir þreyttir, enda búnir að vera með sýningu á hverjum degi í langan tíma og bara á laugardaginn voru tvær sýningar og við fórum á þá seinni. En þrátt fyrir að ég hafi verið fyrir pínu vonbrigðum með söngleikinn, þá var samt gaman hjá okkur þetta kvöld og alveg hreint frábært að fá stundum tækifæri til að vera maður sjálfur og fara út barnlaus og áhyggulaus. Feðgarnir voru í góðu yfirlæti á meðan við stöllur fórum út á lífið, en Svavar bauð þeim í mat, kjúkling að hætti Ranunkelvej 29.
Við áttum rólegan sunnudagsmorgun, enda kannski pínu þreytt eftir gleði laugardagskvöldsins. En eftir hádegi, þá ákváðum við það með engum fyrirvara að skella okkur með börnin til Vejle í legelandet með Rakel, Svavari og strákunum þeirra. Strákarnir skemmtu sér mjög vel í legelandet, enda kjörin leikaðstaða þar fyrir alla aldurshópa. Meira að segja ég sjálf fór í hoppukastala með strákunum og Rakel við kátínu viðstaddra. Þegar við vorum að kveðja legelandet, þá var asinn svo mikill á Emil að hann datt á hlaupunum og náði að sprengja á sér efri vörina, hún bólgnaði þokkalega mikið upp en hefur aðeins hjaðnað aftur niður....
Þar sem við vorum nú búin að keyra til Vejle, ákváðum við að koma við í blómabúð sem er líka dýrabúð þegar við vorum búin í legelandet. Þar komst Hafsteinn í algert ævintýraland og fannst æðislegt að fá að sjá alvöru skorpíon og fleira.... hann ætlar að fá að fara aftur í þessa búð seinna segir hann. Ég aftur á móti gleymdi mér aðeins í skraninu eins og venjulega, hefði getað eytt fullt af peningum þarna í skálar og dót.... en fór út með bara eina Aloa Vera plöntu - dugleg!!!!!
Eftir langan dag, voru allir orðnir svangir og enduðum við daginn á því að fara og fá okkur að borða á Jensens.... Jensens klikkar aldrei. Það var því þreytt fjölskylda sem kom heim í gærkvöldi en samt ánægð með helgina.
Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm.
Njótið
Kolbrún out
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2008 | 18:50
Húsmæðrahorn Kolbrúnar
Þegar ég hef ekkert til að blogga um og ekkert markvert að gerast hjá okkur, þá hef ég stundum skellt inn uppskriftum og deilt á blogginu.
Ég eldaði Kotasæluböku í kvöld, eitt af uppáhaldsmat fjölskyldunnar. Uppskriftina fékk ég fyrst þegar ég vann á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ en þar var uppskriftin mikið notuð.... Ég hef aldrei séð þessa uppskrift annarsstaðar, fyrr né síðar. En gaman fyrir þá sem eru mikið fyrir það að prófa eitthvað nýtt....
Kotasælubaka
6 egg
4 bollar kornflex
1 stór dós kotasæla
aromat krydd og hvítlauksduft
2 matskeiðar olía
2 laukar
1 paprika
1/3 af spergilkáli
10 sveppir sneiddir niður
skinka í bitum
Eggin hrærð vel saman og kotasælunni og kornflexinu ásamt kryddinu blandað saman við. Olían hituð á pönnu og grænmetið hitað vel á henni. Grænmetinu og skinkunni svo blandað saman við eggjahræruna.
Sett í smurt eldfast mót og rifinn ostur setur yfir. Sett í 200 gráða heitan ofn í 1 klst.
Borðað með hrísgrjónum og grænmetissósu (við reyndar fáum ekki grænmetissósu hérna en notuðum bara ídýfumix út í sýrðan rjóma og það var bara gott).
Enjoy
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.2.2008 | 19:50
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.....
Vitið þið hvað ég fór að spá í í gærkvöldi?
HVAÐ GERÐI ÉG EIGINLEGA Á KVÖLDIN ÁÐUR EN ÉG FÉKK TÖLVU???????
Í gærkvöldi var MSN eitthvað bilað hjá mér og ég komst ekki inn..... og mér eiginlega brá þegar ég uppgötvaði það hversu háð ég er orðin tölvunni og MSN á kvöldin. Eitt kvöld og ég var alveg ómöguleg. Fór margoft yfir það í huganum að þessi bilun væri náttúrulega alveg ótæk þar sem ég ætlaði að tala við stelpurnar úr vinnunni á msn..... sem auðvitað mátti bíða og reyndar beið og engin skaði skeður.
Ég eignaðist ekki tölvu fyrr en árið 1997. Þá var ég 27 ára. Í dag get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið var og engin tölva... ég held að ég sé haldin sjúkdómi, tölvufíkn. Þetta er ekki góð þróun.... ég er orðin svo gömul að ég man varla hvað ég eyddi kvöldunum í fyrir 10 árum síðan.
Hvernig er þetta með ykkur? Eruð þið orðin háð tölvunni? Ég vona að ég sé ekki ein um þetta, hee og á reyndar ekki von á því heldur, spurning hver þorir að viðurkenna það.
En að aðeins öðru.
Hlynur náði í tryggingarfélag þess sem keyrði á hann í síðustu viku. Við vorum búin að reyna að fá að gera lögregluskýrslu en lögreglan í Danmörku vill ekkert af svona árekstrum vita, segir að hér séu árekstrar á hverri mínútu og ef lögreglan ætti að blanda sér í málin, þá gerði hún ekkert annað. Viðbrögðin hjá tryggingarfélaginu voru aftur á móti frábær.... sá sem keyrði á Hlyn hafði sjálfur tilkynnt áreksturinn til þeirra strax á föstudaginn og sagt þeim að hann hafi verið í fullum órétti... þannig að í dag fengum við símtal frá bílaverkstæði og fórum með bílinn í mat þangað í dag... og hann á tíma í viðgerð þann 31. mars (spáið í biðtíma) og við fáum lánsbíl á meðan.... semsagt alveg eins og við vildum hafa hlutina, helst að við hefðum viljað bíða aðeins skemur eftir þjónustunni en við vitum það bara að við erum í Danmörku og þar gerast hlutirnir hægt.
Meira var það ekki í kvöld
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar