Leikskólamál í Dk

Nú er barningurinn byrjaður á ný við að koma yngsta syni í leikskóla hér í Horsens.  Hann hefur haft pláss í leikskólanum síðan 1. nóvember og það er skemmst frá því að segja að hann hefur nær aldrei verið skilin þar eftir.  Emil finnst leikskólinn sinn skemmtilegur.... þar er mjög mikið af dóti og dóti sem hann hefur mikinn áhuga á.  Þar eru mjög skemmtileg útileiktæki og frábært starfsfólk.... og svo auðvitað allir íslensku krakkarnir. Það nýjasta er að það er byrjaður íslenskur pedagog nemi þar sem heitir Hafdís þannig að nú hefur Emil minn meira að segja starfsmann sem talar íslensku.  En það er ekki nóg.... þrátt fyrir að Emil minn komi sáttur af leikskólanum og segist hlakka til að fara þangað aftur, þá er það bundið því að ég sé með honum þar allan timann.  Ég má ekki einu sinni fara á klósett.  Nú verð ég að taka mig saman í andlitinu og reyna að vera þátttakandi í því að breyta þessari þróun.... ég bara verð að skilja hann eftir og hann bara verður að læra að ég kem og sæki hann aftur..... 

Annars er ég í voðalega litlu bloggstuði.  Jólabaksturinn á hug minn allann þessa dagana.  Ég er búin að baka fjórar sortir og finnst þetta alveg hrikalega gaman.

Eigið góðan dag

Kolbrún


Komin heim

Jæja, þá erum við fjölskyldan komin heim.  Það er alltaf gott að koma heim..... í sitt dót og  sofa í sínu rúmi.  Ég auðvitað tala um að Danmörk sé heim.... en ég kalla líka að fara heim þegar ég fer til Íslands.... hvar á maður heima?

Við eyddum dögunum okkar á Íslandi með fjölskyldu og vinum.... dagarnir voru afskaplega fljótir að líða, enda ekki margir.  Ég fylgdi afa mínum til hinstu hvílu á Íslandi, það var mjög erfiður dagur fyrir mig og mína, en ég er afskaplega þakklát fyrir minningarnar sem ég á um afa minn og munu þær fylgja mér um ókomin ár..... þá er ég líka afskaplega þakklát fyrir að hafa getað fengið að fylgja honum til hinstu hvílu. 

Nú heldur lífið áfram og allt kemst í rútínu aftur.  Það er margt spennandi framundan hjá okkur fjölskyldunni.  Við erum að fá fleiri gesti frá Íslandi í næstu viku sem við hlökkum mikið til, við erum að fara til Kaupmannahafnar á jólahlaðborð og erum að byrja að undirbúa fyrstu jólin okkar í Danmörku.  Jólamaturinn kom í hús í nótt með flugvél Iceland express og nú ætlar frúin að skella í nokkrar sortir af smákökum ofan í kallana sína.

En ég ætlaði nú bara aðeins að láta vita af okkur.  Við komum hér heim mjög seint í gærkvöldi eftir langan ferðadag og höfum notað daginn til að hvíla okkur, taka upp úr töskum og þvo þvotta.....

Nótt Nótt

KOlbrún


Klukkan 6:14

Klukkan 6:14 í morgun vaknaði ég, ekki afþví ég var búin að sofa nóg.... heldur til að fara á klósett....  í raun hefði ég átt að sofa mun skemur í nótt en til 6:14.... við áttum flug heim til Danmerkur kl 7:15.....  Það má eiginlega segja að það hafi gripið um sig panik ástand hér í Grafarvoginum.  En eftir að hafa opnað augun almennilega og mesta adrenalínstuðið farið, þá áttuðum við okkur á því að það væri með öllu vonlaust fyrir okkur að ná fluginu heim.

Nú voru góð ráð dýr en þökk sé góðri konu á leifsstöð að við fengum flug heim um miðjan dag í dag.  Hún er hér með formlega komin á jólakortalistann okkar... hehe.

En ég er ekki viss um að margir geti toppað okkur... að sofa af sér flugið..... við getum ekki annað gert en að hlæja pínulítið af þessu, enda höfum við endalausan húmor fyrir sjálfum okkur.   Nú svo höfum við sofið svo hrikalega vel hjá Helgu og fjölskyldu að það er bara ekki hægt að ræsa sig upp um miðja nótt.... eða hvað?

Skrifa nánari ferðasögu síðar

KOlbrún strandaglópur í dag


Viltu ganga að eiga þennan mann sem við hlið þér stendur...

og ég sagði JÁ.

En það var fyrir 13 árum síðan sem við Hlynur gengum í hjónaband í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.  Yndislegur dagur þar á ferð sem mun lifa í minningunni alla tíð.  Það hefur mikið breyst síðan við giftum okkur við Hlynur.  Þá vorum við barnlaus (Jón reyndar á leiðinni) og okkur hefði aldrei dottið það í hug að einhverjum árum seinna yrðum við með þrjú börn búsett í Danmörku. 

Við höfum gert það að venju að gera okkur einhvern dagamun á brúðkaupsdegi okkar.  Í dag var engin undantekning á því.  Við fórum öll fjölskyldan á Jensens böfhus hér í Horsens og fengum okkur þríréttað.... ágætur matur en slök þjónusta.... en skemmtileg tilbreyting engu að síður. 

Setti nokkrar myndir í nýtt albúm..... annars sé ég ykkur á Íslandi á morgun (ég allavega sé Ísland á morgun)

Við hjónin á 13 ára brúðkaupsafmæli

Kolbrún


Það er allt hægt

Já, ég komst að því í gærkvöldi að það er allt hægt... ÞAÐ ER HÆGT AÐ SLASA SIG Í KEILU.... Ég fór í gærkvöldi með kvennaklúbbnum hér í Horsens í keilu.  Við byrjuðum á því að fá okkur að borða í keiluhöllinni, hlaðborð... frábær matur, kalkúnabringur, rifjasteik, kjúklingur, allskonar tartalettur og meðlæti og salöt í tugatali....Ég valdi að vera á bíl í gærkvöldi þannig að matnum var skolað niður með kók, hehe

Eftir matinn var svo farið í keilu.  Nefndin var búin að raða fólki niður á brautir og gerði það þannig að það mátti engin þekkjast sem var að spila saman.  Ég var nú ekki alveg að fíla það í byrjun þar sem við Berta fórum saman á kvennakvöldið, en þrátt fyrir smá neikvæðni fannst mér þetta bara þrælgaman og kynntist þremur skvísum sem allar búa hér í Horsens.  Það er skemmst frá því að segja að spilaðar voru þrjár umferðir og ég náði að tapa þeim öllum.  Ég gerði margar misgóðar tilraunir til að hækka stigatöluna mína.  Í næstsíðasta skoti kvöldsins tók ég þvílíka sveiflu með kúluna að ég rann til á brautinni og skall all harkalega í gólfið með fótin undir mér...og þvílíkur sársauki, ég hélt að ég hefði brotið á mér fótinn.  Ég náði þó að standa upp, er óbrotinn en hef haltrað hér um í dag.... ég hef formlega tekið við af manninum mínum í haltri.  Það er þokkalega hægt að slasa sig í keilu.

Tók nokkrar myndir í gærkvöldi og eru þær í nýju albúmi

Ég og Berta á kvennakvöldi

Out

Kolbrún


Minning

Jólaball hjá Áburðarverksmiðjunni

Heimilið sem ég ætlaði að flytja til þegar ég reiddist mömmu og pabba

Konfekt frá nóa og síríus

Sögur úr sveitinni

Rjúpur

Koníaksstofan á Smiðjustígnum

Benidorm og unaðssemdir sólarlandanna

Uppvaskið, áður en allir voru búnir að drekka kaffið

Matarboðin í Jöklaselinu:)

Úrin sem hann safnaði

Fjarstýringin á sjónvarpinu

Lazyboy stóllinn

 

Þetta eru nokkrar minningar um elsku afa minn sem kvaddi þennan heim í vikunni.  Ósanngjarnt, maður sem hefur fylgt mér frá fæðingu á ekkert að fara.... hann varð 80 ára í sumar og hefði átt að geta farið margar ferðir til Spánar í viðbót, hann var búin að plana að fara þangað í janúar. 

afi og amma

Við fjölskyldan komum heim til Íslands í næstu viku til fylgja afa.  Blessuð sé minning hans. 

Við munum stoppa stutt á Íslandi og ekki  ná að hitta marga, vona að fólk virði það.

Kolbrún

 

PS   það eru fullt af nýjum myndum í albúmi frá síðasta degi okkar Helgu og fjölskyldu hér í dk.


Ekkert bloggstuð

Kasta kveðju á mannskapinn.

Er ekki í neinu bloggstuði þessa dagana.

Nýjar myndir í albúmi segja allt sem segja þarf

 Litlu frændsystkinin saman í miðbæ Árósa

Kolbrún out


Það er að kvikna í ......

Komið þið sæl,

Við fjölskyldan höfum haft gesti frá Íslandi síðustu daga, Helgu systur og fjölskyldu.  Frábærir dagar og fleiri eftir:)  Ég læt mjög margar myndir í nýju albúmi þjóna bloggfærslu dagsins en þar eru haldgóðar heimildir yfir síðustu dagana okkar:) 

Allur hópurinn saman á leið í miðbæinn í Flensburg

Annars er lagið svona sem ég byrjaði á...

ÞAÐ ER AÐ KVIKNA Í... ÞAÐ ER AÐ BRENNA

(í vísakortinu hjá sumum) ehehehehehhe smá djók

Annars er ekkert víst að þau hjónakorn fari aftur heim til Íslands, nema til að pakka í nýjan gám, ehehehe.... Þorgeir búin að plana atvinnuviðtalið held ég bara......

Kolbrún out


Það er spenningur á heimilinu

Jebb.... mikil spenningur því að Helga systir og family er að koma til okkar í heimsókn á morgun og ætla að stoppa hjá okkur í nokkra daga.  Emil hefur hreinlega verið að fara á límingunum, þvílíka spennan hjá honum, sérstaklega yfir því að hitta Magnús frænda.  Við hlökkum mikið til að eyða þessum dögum með þeim og eru ýmis plön í gangi:)  Svo vitum við að við eigum ýmislegt góðgæti í töskunum hjá þeim, múhaahaha.   Bíðið þið bara... ég læt ykkur líka fá lista þegar þið komið í heimsókn til mín.  Ég er jú Íslendingur í húð og hár og sumar neysluvörurnar hjá Dananum eru bara ekkert að gera sig.

En ég ætla að halda áfram að undirbúa komu gestanna

Kolbrún out


Hrekkjarvaka á danska vísu

Jæja, þá er hrekkjarvakan búin.  Ég hef ekki tölu á þeim börnum sem bönkuðu hér upp á í gærkvöldi og sögðu SLIK ELLER BALLEDER (veit ekkert hvort ég er að skrifa þetta rétt:).  Við fjölskyldan höfðum útbúið yfir 50 nammipoka fyrir hrekkjarvökuna og voru þeir bara dropi í hafið fyrir barnaskarann sem bankaði í gærkvöldi.  Ég mátti því fara í skápana og finna meira nammi og endaði svo á því að gefa síðustu krökkunum litla rúsínupakka.  En það er gaman af þessu og mínir stóru strákar voru alsælir með daginn og fengu fullt af nammi í poka frá nágrönnum í mosanum:) 

Hafsteinn og Anton á Halloween

Emil byrjaði á leikskólanum í dag.  Ég get ekki sagt að það hafi gengið brilliant en það gekk mjög vel á meðan ég var á staðnum.  Ég yfirgaf leikskólann í hálftíma og Emil grét mikið á meðan.  Hann reyndar græddi það á því að gráta svona sárt að Hermann vinur hans fær að byrja með honum á leikskólanum á morgun:)  Og það er þokkalega spennandi plan á morgun í leikskólanum, segi ykkur betur frá því á morgun.

Ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um leikskólana í Danmörku.  Þeir eru gríðarlega ólíkir leikskólunum heima á Íslandi og því miður helst á neikvæðan hátt.  Mér finnst alveg ferlega skrýtið að leikskólarnir bjóði ekki upp á mat, heldur eru öll börnin sem koma með nestisbox á morgnana til að borða upp úr í hádeginu (madpakken).  Flest allir nestirpakkarnir innihalda það sama, danskt rúgbrauð með spægipylsu.  Nú svo finnst mér gæslan ekki vera eins mikil og á Íslandi með krakkana,  allt of fáir starfsmenn sem eru með þeim úti.   En ég verð sjálfsagt að reyna að treysta leikskóla í Danmörku fyrir Emil mínum, þótt ég helst myndi bara vilja hafa hann heima hjá mér.  Hann hefur þörf fyrir að vera með krökkum að leika sér og ég get ekki í eigingirni minni tekið það af honum...

Emil kominn í leikskólann, fyrsti dagurinn og auðvitað með matarpakkann sinn

Hér er Emil á leið inn í leikskólann í morgun með matarpakkann sinn....

Ég setti nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm

Kolbrún


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband