Vikubloggið....

Jæja, þá er enn önnur vikan búin... önnur vikan sem ég var ekki í vinnunni en mér er farið að líða mikið betur og á því von á því að fara að vinna í næstu viku.

Það sem stendur hæst eftir er vikuna er ýmislegt:

*  ég fór á morgunverðarfund um einelti og forvarnir á Hótel Loftleiðum og var sérstaklega ánægð með að fá tækifæri til að sitja þennan fund

*  Hafsteinn minn var með tómstundaklúbb með 6 bekkjarfélögum í vikunni og skipulögðum við skautaferð og svo fórum við hingað heim þar sem allir gerðu sínar eigin pizzur... allir rosa ánægðir með þann dag enda mjög vel heppnaður.... ég þakka Guðrúnu og Guðný vinkonum mínum fyrir hjálpina þann dag:)

*  Ég skráði okkur í geðræktarhlaup sem fram fór í gær og hlupum við 2 km skemmtiskokk.  Ég og strákarnir gerðum eiginlega soldið met.. Jón Ingi var fyrstur í mark á 8.14 mín en ég og Emil vorum síðust í mark (enda fannst Emil þetta ansi langt).   En allir fengu verðlaunapening í lokinn og Kristal og fóru sáttir heim á leið.

*  Við fórum líka út í Viðey... en Yoko Ono er að bjóða landsmönnum í Viðey þessa vikuna frítt i tilefni af afmæli Johns Lennons heitins.  Það var bara æðisleg ferð og gaman að fá að sjá loksins friðarsúluna með berum augum..... við eyddum góðum tíma þar og skemmtum okkur mjög vel:)

*  Svo fórum við í afmæli til Erlu Bjargar sem er alltaf svo sæt:)

*  Ég fór í world class alla dagana í síðustu viku og er rosa ánægð með með mig og sé að þolið er aðeins að aukast

*  Hlynur ákvað að joina mér og er hættur að reykja sígarettur....

Strákarnir mínir komnir í geðræktarbolina að gera sig klára í hlaupið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta finnst mér svo fallegt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm frá síðustu viku:)

Hvað næsta vika ber í skauti sér veit engin ennþá... vonandi verður rólegra í efnahagsmálunum en verið hefur í þessari viku....

En ég veit að við strákarnir ætlum að byrja vikuna á því að fara í afmæli til Antons og Aniku í dag og hlökkum mikið til:)

Verum góð við hvort annað

Kolbrun


Hlúðu að því sem þér þykir vænt um

gedraekt_segull_isl.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn.  Frábær dagskrá í Perlunni í dag sem ég því miður get ekki tekið þátt í, en ég ætla að taka þátt í geðhlaupinu sem verður ræst kl 13 í Nauthólsvík á morgun í tengslum við þennan dag.  Þannig ætla ég að sýna málefninu stuðning í verki.  Enda málið mér skylt heh.

Geðorð dagsins í dag er:

Hlúðu að því sem þér þykri vænt um

Það ætla ég að fara að gera akkúrat núna, en ég ætla að kíkja á litla vinkonu, hana Erlu Björgu sem á afmæli og er orðin 11 ára skvís og mér þykir alveg ótrúlega mikið vænt um þessa stelpu og auðvitað fjölskylduna hennar alla:)

Dóra Heiða mín... ég óska þér líka innilega til hamingju með daginn... að stytist í stórann dag hjá þér:)

 Kv

Kolbrún


Miklar breytingar á einni viku

Heil og sæl

Þið hafið sjálfsagt tekið eftir því að ég er ekki alveg að nenna blogginu mínu þessa dagana en hef gert mér það markmið að skrifa allavega einu sinni í viku og setja þá líka inn nýjar myndir frá lífi okkar fjölskyldunnar.

Í raun má segja að síðasta vika hafi skapað ákveðin þáttaskil í mínu lífi.  Ég þurfti að horfast í augu við það að vera send í veikindaleyfi frá vinnunni minni... vinnunni minni sem er mér ótrúlega mikils virði og þangað hlakka ég til að mæta hvern morgun... og það að ég skuli vera óvinnufær að mati lækna var áfall útaf fyrir sig... en að hugsunin um að geta ekki mætt í vinnu hvern morgun var mér erfiðari.

En ég ákvað að velja mér viðhorf og snúa vörn í sókn.  

Ég ákvað að nota þennan tima sem læknirinn sagði mér að vera í hvíld til að hugsa eingöngu um sjálfa mig og reyna að búa til lífstíl sem mig langar að halda áfram að lifa eftir þegar ég fer aftur inn í samfélagið sem "heilbrigður" einstaklingur.  Læknirinn minn hafði jú mælt með því við mig að fara í heita potta í sundlaugunum til að reyna að losa um vöðvabólgu en det var det.

Ég sjálf ákvað að ganga skrefinu lengra og fór og keypti mér kort í world class og hef mætt þangað samviskusamlega alla vikuna og farið svo í sundlaugarnar á eftir og synt mína 200 metra.  Ég hef svo endað á heita pottinum:)  Og ég hefði ekki trúað því hvað mér finnst þetta gaman.

Í fyrramálið á ég að hitta þjálfara í Laugum sem fer með mér yfir öll þau tæki sem stöðin hefur upp á að bjóða og kennir mér og ráðleggur mér og mikið hlakka ég til þess... eins og staðan er í dag, þá held ég að ég þurfi BA gráðu til að læra á World Class í Laugum.... en sjáum til.

En ég hef svo gengið enn lengra í síðustu viku... pantaði mér tíma í fótasnyrtingu og er með flottustu tásurnar í bænum með naglalakki og allt.... (þið sem ekki vitið, þá er ég almennt með ljótar kartneglur sem komu í kjölfar bruna).  

Þannig að markmiðið er að vera bara að halda áfram að láta mér líða vel... og á morgun á ég líka tíma í klippingu, bara gaman:)

Bræðurnir með ömmu og afa  Emil með einum að leikara Skilaboðaskjóðunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

En vikan hefur að sjálfsögðu verið skemmtileg með strákunum mínum...

Við fórum í leikhús og sáum Skilaboðaskjóðuna, bara gaman.  

Við fórum í bíó á Lukku Láka (strákunum fannst hún skemmtileg, ég svaf)

Mamma átti afmæli 2 október og bauð okkur í æðislegt lambalæri

Edda Helga frænka mín á afmæli á morgun og bauð okkur í flotta afmælisveislu í dag

 

Hvað skyldi svo næsta vika bera í skauti sér.... það sem engin veit ennþá

Fullt af nýjum myndum í albúmi

Kolbrún out


Lifum lífinu

Það er akkúrat það sem við fjölskyldan erum að gera þessa dagana... að njóta þess að vera til og njóta þess að vera saman.  Við búum til minningar hjá börnunum okkar, minningar sem vonandi eiga eftir að setjast fastar um ókomna tíð hjá þeim og vonandi birtast sem góðar minningar hjá þeim.  

Fullt af minningum voru búnar til í síðustu viku og setti ég inn fullt af myndum af þeim bræðrum í lífi og leik í nýtt albúm...

Eitt af því markverðasta í síðustu viku var að frumburðurinn, 13 ára hefur nú skráð sig í kúrs í Háskólanum í Reykjavík í fjármálastærðfræði og mun engin annar er Pétur Blöndal kenna honum þann kúrs.  Jón Ingi er ekki lítið spenntur að fá að fara í Háskóla kúrs...enda er strákurinn þokkalega að standa sig í skólanum og kemur heim með hverja hæstu einkunnina á fætur annarri... hann jafnvel náði því að fá hæstu einkun árgangsins í vikunni sem leið.

Ella, ég , Særún og Guðrún... ÞroskaþjálfaklíkanSmá danskir dagar heh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bræður við höfnina í ReykjavíkEmil og Jón Víðis töframaður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kíkið endilega á myndirnar okkar frá síðustu viku

Og njótið næstu viku.... 

Kolbrún out


Verð að sýna ykkur eina mynd...

"Stal" henni á facebook af fyrrum skólafélaga mínum úr Austurbæjarskóla... snilld

Klikkið á myndina til að sjá hana stærri og giskið svo á hvar ég er heheheheheheheh

bekkjarmynd_fra_austurbaejarskola.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún


Emil og Borgarstjórinn í Reykjavík

Emil og BorgarstjórinnJá, Emil kyssti Borgarstjórann í Reykjavík í dag og færði honum blómvönd frá Breiðholtsbúum.

Hann var valinn til þessa verkefnis af fjölda barna sem voru á hátíðarsamkomu í Breiðholti í dag í tilefni af lokadegi Breiðholtsdaga sem hafa staðið undanfarna viku.

Ohhh hvað ég var stolt af þessum litla strák mínum... labbaði með blómvönd til borgarstjórans og rétti honum og sagði hátt skýrt.. gjörðu svo vel borgarstjóri.  Hann fékk svo koss fyrir og myndir með borgarstjóranum. 

Bara falleg stund:)

 

Setti inn myndir frá deginum í dag í nýtt albúm

 

Kolbrún out


Það er fluga í súpunni minni

Eða var það hundur í innkeyrslunni minni.....

Ég er ekki að grínast með hvað ég er óstjórnlega hrædd við hunda.  Það er bara sjúklegt.  Í vikunni lenti ég í því að ég þurfti að skreppa heim úr vinnunni til að ná í ákveðna lykla.  Renni bílnum inn í innkeyrsluna og á eftir bílnum kemur hlaupandi hundur.  Hann sest í innkeysluna mína og horfir á mig með slefið út um allt.... eftir korter sat ég enn í bílnum og spáði í hvað einn hundur gæti horft lengi á mig... en að ég hafi þorað út úr bílnum... ekki séns.

Það var því hundurinn sem gafst upp að lokum og hljóp í burtu þannig að ég náði að komast í hendingskasti upp tröppurnar og stinga lyklinum í skrána og skella fast á eftir mér hurðinni með hjartsláttinn á allof miklu tempói.

Eftir að hafa róað mig aðeins niður hérna heima, þá var aftur haldið út í bíl, enda vinnudagurinn bara rétt tæplega hálfnaður.  

Ég sá hundinn ásýndar við leikskóla yngsta sonar....

Ég brunaði framhjá honum á ofurbílnum mínum með símann á eyranu

Þar fékk ég loksins svar...

HUNDAEFTIRLITIÐ GÓÐANN DAGINN

cartoon_dog.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki séns að ég hafi samt náð í hundaeftirlitið í fyrstu tilraun

Ó nei

112

gef þér samband við lögreglu

Lögreglan:  Ef hundurinn er ekki búin að bíta neinn komum við ekki... ef hundurinn er búin að bíta einhvern komum við og skjótum hann.  Hrindu í Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg góðan daginn

Ég gef þér samband við umhverfissvið

Umhverfissvið góðan daginn

Já, ég gef þér samband við Hundaeftirlitið

Hundaeftirlitið... ég skal gefa þér gsm símann hjá hundaeftirlitsmanni

HEHEHEHEHE

ÞAÐ SÍMANÚMER VERÐUR GEYMT EN EKKI GLEYMT

Það er ekki gott fyrir "besta vin mannssins" að lenda í mínum klóm

Kolbrún out

 

PS... Jónína... við viljum svo gjarnan hitta ykkur þegar þið komið til Íslands... hringdu í mig þegar þið lendið í síma 8562334 og við mælum okkur mót... eruð þið game í að koma í mat til okkar?

 

 


Myndir....

Setti inn fullt af myndum í kvöld en nenni ómögulega að blogga....

Bloggandinn kemur yfir mig, ég lofa

En spurninginn sem brennur á vörum ykkar allra skal þó svarað.... JÁ ÉG ER ENNÞÁ REYKLAUS OG FJÓRÐA VIKAN BYRJUÐ.  Takk fyrir það

Bara fallegt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún out


Hvar er þessi Guðmundarlundur.....

Guðmundarlundur... vitið þið hvar hann er?

Það var bekkjarkvöld hjá miðsyni í dag.... það átti að hittast kl hálf sex í Guðmundarlundi í Heiðmörk og grilla pyslur og fara í leiki.  Spennandi...það fannst mínum syni allavega.

Við fórum að stað um fimmleytið... spurðum aðeins til vegar hvernig við ættum að komast í Heiðmörk, við útivistarfólkið hahahha.  Takk pabbi.   Við keyrðum inn um Heiðmarkarafleggjarann og við keyrðum og við keyrðum og við keyrðum og við keyrðum... engin Guðmundarlundur.  Fundum kort yfir Heiðmörkina... engin Guðmundarlundur. 

Hittum vin miðsonar og hans fjölskyldu og keyrðum á eftir þeim... snérum við með þeim... keyrðum lengra og aftur.  Engin Guðmundarlundur.

Það var farið að þykkna í okkur.

Einum og hálfum klukktíma seinna fundum við Guðmundarlund....og þá orðin klukkutíma of sein í partýið...

Á ég að segja ykkur hvar Guðmundarlundur er?

Nefnilega fyrir ofan Bónus í Ögurhvarfi   (keyrir þar upp brekkuna og svo niður til hægri þegar þú ert búin að keyra vel upp brekkuna)

Finnst ykkur það vera í Heiðmörk?

Afhverju var sagt í dreyfibréfi til foreldra að við værum að fara í Guðmundarlund í Heiðmörk, þegar við vorum svo bara að fara rétt fyrir ofan Bónus.

Pirr Pirr

En áttum samt góða stund upp í Guðmundarlundi í dag, grilluðum pylsur og strákarnir fóru í leiki:)

 

Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér.  Þegar ég var ung og í grunnskóla, þá man ég ekki eftir því að mamma og pabbi hafi verið að fara með okkur systrunum á bekkjarkvöld og allskonar kvöld og að foreldrar mínir hafi þurft að taka sér frí í vinnu til að fara í skólann og skoða námsbækur okkar systra fyrir skólaárið minnist ég ekki og ekki minnist ég þess að foreldrar mínir hafi þurft að sitja með mér 10 messur áður en ég var ferrmd.  Það eina sem ég man frá minni skólagöngu var að mamma var stundum boðuð á foreldrafund í skólann og var hún þá ein inn í stofunni með kennaranum og ég beið frammi... ég man enn hvað mér leið ílla að bíða frammi og vita ekkert hvað fór fram þarna inn í skólastofunni.

Mér finnst að mörgu leyti jákvætt að foreldrar séu meira virkir í lifi baranna sinna en það má bara ekki fara út í öfgar.  Mér finnst gaman að mæta á bekkjarkvöld til strákanna minna og vera með þeim í því sem þeir eru að gera.  Aftur á móti skrópaði ég  á foreldrafundi í Breiðholtsskóla í dag, þar sem allir foreldrar grunnskólabarna í Breiðholti áttu að vera.  Ég var eiginlega búin að fá nóg eftir bekkjarkvöldið.  Vond mamma?

Jæja....

Out

Kolbrún


Læst aftur

Kæra fjölskylda og vinir,

Ég hef ákveðið að læsa blogginu mínu aftur...

Til að gefa sem  fæstum lykilorðið hef ég gefið flestum mínum bloggvinum aðgang átomatistk og mun vanda vel valið hverjir fá lykilorðið.  Þannig að ef þú ert að lesa þetta, þá eru sko svona INN hjá mér, heh.

Ástæðan fyrir þessu er sú að það eru ákveðnir aðilar sem hafa verið að njósna um okkur fjölskylduna í gegnum bloggið mitt og ég kæri mig ekki um það.  Fólk sem ég ekki vill að sé að snuðra í okkar málum.

Einnig hefur það komið upp að unglingarnar sem ég er að þjónusta  á vinnustaðnum mínum eru farnir að sitja um bloggið mitt og jafnvel farnir að kommenta og það finnst mér ekki passa heldur.

Mig langar að biðja þá sem fá lykilorðið frá mér að halda því fyrir sig.... please.... 

Kolbrún


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 309832

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband