Í upphafi aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðvenntu.... jólarós, aðventuljós og nóa konfekt.. fullkomið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðventan er minn uppáhaldstími.... undirbúningur jólanna... Mig hlakkar til að eiga þennan undirbúningstíma framundan, skreyta, baka og njóta aðventunnar.  Ég er aðeins farin að skreyta en á enn eftir nóg.  Ég er nefnilega búin að finna jóladótið mitt sem aldrei fannst í fyrra:)

Vikan sem við áttum var viðburðarrík að vanda og margt sér til dundurs fundið:

*  Ég fór á bekkjarkvöld með Hafsteini og var það virkilega gaman

*  Það var haldið jólapartý hjá Hólabergi, og var það alveg hreint frábær skemmtun.  Þemað var að allir komu með jólasveinahúfu og saumaði Jón Ingi húfu fyrir mig sem á stóð The Boss... Myndirnar tala sínu máli sem eru í albúmi

Forstöðumaðurinn með ásaumuðu jólasveinahúfuna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*  Við fórum á Jólaföndur í Seljaskóla í vikunni þar sem var föndrað bæði jólakúlur og jólakort

*  Við heimsóttum Perluna í vikunni, Emil elskaði gosbrunninn þar og fékk aldrei nóg af honum

*  Við fórum í aðventukaffi til mömmu og pabba í Trönuhólana, heitt súkkulaði og huggulegheit

*  Við fórum í afmæli til Evu Rakelar sem var 4 ára, hún er nú meiri dúllan:)

*  Við fengum svo gesti í mat til okkar á sunnudaginn, Guðný vinkona mín sem býr í Horsens er stödd á landinu með strákana sína Janus og Karl Vigni.  Janus er mikill vinur Emil og því urðu fagnaðarfundir á skemmtilegu sunnudagskvöldi.

 

Næsta vikan er nú hafin og ævintýrin nú þegar hafin... þið fáið betur að vita af því í næsta vikubloggi,  en það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi

Njótið aðventunnar

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Ohhh þarf ég að bíða í heila viku eftir jólasveinamyndinni

Helga Jónsdóttir, 2.12.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk Kolla mín og njótið þið sömuleiðis aðventunnar .

Hlakka til að sjá ykkur í des.

kv. Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 4.12.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 309820

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband