Sálarblogg

SUnnudagskvöld... hvað þýðir það?  Jú, kannski von á nýrri færslu frá frúnni ef hún nennir og myndum  vikunnar.  Þið eruð heppinn þetta sunnudagskvöld, því ég nennti þessu hehe.

Við erum annars búin að eiga ágætis viku.... Strákarnir stóru voru í vetrarfríi í skólanum á fimmtudag og föstudag og höfðu það gott hérna heima.  

Fyrsti alvöru snjórinn lét sjá sig við mikla hrifningu strákanna minna.... en minni var hrifningin mín því ég er drulluhrædd við að keyra í þessarri hálku... þetta er næstum það eina sem ég virkilega sakna frá Danmöku, það er veðrið....

Talandi um Danmörku, þá sendi ég góðar kveðjur þangað til vina okkar Bertu og Ragga en þau skírðu litla strákinn sinn þar í dag, Sigurð Karl... æðislegt nafn og sætum strák og óskum við þeim báðum og auðvitað Hermanni stóra bróður til hamingju með daginn.

Við gerðum ýmislegt í vikunni en það sem stendur hæst er:  "Tónleikar" með Sálinni hans Jóns míns sem ég upplifði í World Class.... ef þið bara vissuð hvað ég dýrkaði þessa hljómsveit á mínum yngri árum og geri enn... þeir hafa ekkert breyst... bara góðir.  Þeir eru þeir einu sem hafa fengið mig til að dansa upp á borði á Gauk og Stöng (mannstu Særún hehe) fyrir utan Bjögga Halldórs á Broadway hérna um árið.

Okkur var boðið í óvænta matarveislu til tengdó á föstudagskvöldið... fengum að smakka nýstárlegt Lasagne sem ég þarf að fá uppskriftina af... takk fyrir okkur:)

Við eyddum líka kvöldi með góðum vinum, Gunnu og Óskari og Erlu Björg, þar sem var borðuð pizza og mikið hlegið.... það er alltaf jafn gaman að vera í þeirra félagsskap.

Auðvitað fullt fleira sem við gerðum í vikunni og kannski best að myndir vikunnar segi sögu vikunnar..... 

Að lokum...REYKLAUS Í TVO MÁNUÐI og fór 6 sinnum í World Class þessa vikuna ( ekki að ég sé neitt að monta mig sko hehehehe)

Vetrarleg mynd af EmilMér finnst þetta bara sæt mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklu fleiri myndir í nýju albúmi...

Næsta vika... óskrifuð... en við ætlum að sjálfsögðu að láta okkur líða vel og halda áfram að búa til skemmtilegar minningar

Þar til næst

Knúsið hvert annað

KOlbrún out

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Sé þig alveg fyrir mér að dansa upp á borðum sko. Söngstu svo ekki með Sálinni í World Class?? Ég hefði pottþétt látið sjá mig og borgað 2000 inn. Eigðu góða viku og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 26.10.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Elsku fallega fjölskylda.....ástarþakkir fyrir skírnargjöfina handa Sigga Kalla, hún er alveg æðisleg og gaman fyrir Sigga að eiga svona "ævieign"

Vildi óska að þið hefðuð getað verið með okkur í gær....en það verður kannski bara næst

Saknaðarkveðjur til ykkar allra**

Berta María Hreinsdóttir, 27.10.2008 kl. 12:15

3 identicon

Hvernig var það var ég nokkuð með þér uppá borði í það skiptið?.

Frábær árangur í reykleysinu og hreyfingunni, gangi þér supervel áfram:)

Dóra (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Það getur sko meira en vel verið að þú hafir verið með mér uppi á borði á Gauknum að hlusta á Sálina....

Ég man sérstaklega eftir Særúnu, því tilþrifin voru svo mikil hjá henni að hún gaf mér olnbogaskot beint í andlitið hehe.... og ég fann til lengi á eftir.

Segir kannski soldið til um fjörið sem var á okkur

Kolbrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Sammála með Sálina, ég elska þessa hljómsveit, fór á ball um daginn uppi á velli það var bara snilld. Það er ekki laust við að ég öfundi þig af kraftinum sem þú hefur, ég vildi óska að ég fengi þennan kraft til að koma mér í líkamsrækt, en það er kanski næsta skref  en ég get allavega montað mig af reykleysinu ennþá  það er kominn tveir og hálfur mánuður hjá mér :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.10.2008 kl. 10:30

6 identicon

Takk kærlega fyrir okkur um daginn, ekkert smá notalegt;)

Þú ert ótrúlega dugleg! Voandi gegnru lífið vel hjá ykkur öllum. 

 Kv. Steinunn og co.

Steinunn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Vilborg

Sálarball hjá mér í gærkvöldi...geðveikt stuð og algjörlega troðið!

Rosalega stendur þú þig vel!  Ætla að taka þig til fyrirmyndar von bráðar

KNÚS

Vilborg, 3.11.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband