Aðventan hálfnuð...

Jæja, þá er búið að kveikja á kerti númer tvö á aðventuljósinu... aðventan þessi æðislegi tími virðist ætla að líða alltof hratt.  Engu að síður erum við að njóta hennar í botn.

síðasta vika var viðburðarrík í okkar lífi....

Það sem ber helst er:

Við fórum á jólaball í Hólabergi... þar tróðu upp eurobandið og sveppi kom, ásamt jólasveininum.  Strákarnir skemmtu sér rosalega vel, þó sérstaklega emil þar sem hann heldur mikið upp á sveppa og missir ekki af þætti með honum í barnaefninu um helgar.  mér sjálfri finnst sveppi nú stundum fara yfir strikið í barnatímanum og ekki vera mjög barnvænn,,,, en hvað um það, börnin geta kannski alveg eins lært að gera símaat hjá sveppa eins og hjá bekkjarsystkinum.

emil með friðrik ómari og regínu  jón ingi varð að setjast í fangið á jólasveininum hafsteinn með jólasveininum heh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sveppi og emil  Forstöðumaðurinn með sveppa  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nú... okkur var boðið í heimsókn í leikskólann hjá Emil í vikunni.  Þar höfðu krakkarnir á hans deild æft helgileik og var Emil þar í hlutverki Jóseps.  hann skilaði sínu hlutverki vel og var ég bara stolt af litla stráknum mínum.... hann endaði svo á því að bjóða til kaffisamsætis fyrir hönd leikskólans og þáðum við kaffi, heitt kakó og kökur.  Falleg stund

maría og jósep úr helgileiknum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ég og emil fórum á jólamarkað upp á Skálatúnsheimili í vikunni og var það bara gaman.  Það er ótrúlegt hvað maður þekkir marga ennþá sem eru á skálatúni, auðvitað þekki ég íbúana alla en sama starfsfólkið virðist vera líka að vinna á Skálatúni í stórum stíl, fólk sem vann með mér þar fyrir fjölda árum.

Ég fékk líka einn dekurdag í vikunni.  Fór í klippingu og strípur hjá ekki ómerkari manni en Baldri sem átti áður stofuna mojo.  Það var bara æðislegt að fara til hans og er ég mjög ánægð með klippinguna mína og strípurnar og mun án efa leyfa dýrustu skærum landsins að koma aftur við mitt hár (allavega segir séð og heyrt að hann noti dýrustu skæri landsins og ekki lýgur séð og heyrt9

nýtt lúkk

 

 

Er ég ekki fín

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fer enn í ræktina 5 til 6 sinnum í viku og bæti við, er í trimform með framað jólum.  Ég kannski kemst ekki í kjólinn fyrir jólinn, en ég vonandi kemst í kjólinn fyrir fermingu... það er mitt markmið.

Á laugardagskvöldið var svo hjónaklúbbur hjá okkur... við stelpurnar úr þroskaþjálfaskólanum hittumst ásamt mökum og börnum, vorum alls 17 stykki... og allir koma með einn rétt á hlaðborð.  Þessi kvöld eru mér ákaflega dýrmæt enda um yndislegar stelpur að ræða og yndislega maka þeirra og börn.  Við skemmtum okkur saman í marga klukkutíma og er það núna bara von okkar að Dóra og steini geti verið með okkur næst...

 

Sunnudagurinn var engu að síður tekin með trompi en þá fórum við emil og steini með Fríðu vinkonu minni og Úlfari í jólalandið í hafnarfirði og áttum þar alveg frábæran dag þrátt fyrir nístingskulda.  strákarnir nutu þess að taka þátt í jólaballi með Hara systrum (emil fékk meira að segja að syngja með þeim í míkrafóninn jólalag), auk þess sem þeir hittu bæði íslenska jólasveina og grýlu sjálfa.  Við fríða nutum þess að skoða í verslunarbásunum í jólalandinu en þar er til sölu allskonar íslenskt handverk.  ég freistaðist til að kaupa mér jesúbarnið á steini úr hafnfisku hrauni handgert af nunnunum í Hafnarfirði... rosalega falllegt.  Og kostaði þó ekki nema 550 krónur...

úlfar og emil hittu grýlu í jólalandinu

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudagskvöldinu eyddum við svo í afmæli hjá mínum elskulega mági, Inga Geir og fórum heim sprengsödd, alltof seint.... en það getur gerst þegar maður gleymir stað og stund í gleðinni.  Takk fyrir okkur.

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi

Þið megið vænta frétta af okkur fjölskyldunni aftur að viku liðinni

Lifið heil

Kolbrún out


Í upphafi aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðvenntu.... jólarós, aðventuljós og nóa konfekt.. fullkomið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðventan er minn uppáhaldstími.... undirbúningur jólanna... Mig hlakkar til að eiga þennan undirbúningstíma framundan, skreyta, baka og njóta aðventunnar.  Ég er aðeins farin að skreyta en á enn eftir nóg.  Ég er nefnilega búin að finna jóladótið mitt sem aldrei fannst í fyrra:)

Vikan sem við áttum var viðburðarrík að vanda og margt sér til dundurs fundið:

*  Ég fór á bekkjarkvöld með Hafsteini og var það virkilega gaman

*  Það var haldið jólapartý hjá Hólabergi, og var það alveg hreint frábær skemmtun.  Þemað var að allir komu með jólasveinahúfu og saumaði Jón Ingi húfu fyrir mig sem á stóð The Boss... Myndirnar tala sínu máli sem eru í albúmi

Forstöðumaðurinn með ásaumuðu jólasveinahúfuna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*  Við fórum á Jólaföndur í Seljaskóla í vikunni þar sem var föndrað bæði jólakúlur og jólakort

*  Við heimsóttum Perluna í vikunni, Emil elskaði gosbrunninn þar og fékk aldrei nóg af honum

*  Við fórum í aðventukaffi til mömmu og pabba í Trönuhólana, heitt súkkulaði og huggulegheit

*  Við fórum í afmæli til Evu Rakelar sem var 4 ára, hún er nú meiri dúllan:)

*  Við fengum svo gesti í mat til okkar á sunnudaginn, Guðný vinkona mín sem býr í Horsens er stödd á landinu með strákana sína Janus og Karl Vigni.  Janus er mikill vinur Emil og því urðu fagnaðarfundir á skemmtilegu sunnudagskvöldi.

 

Næsta vikan er nú hafin og ævintýrin nú þegar hafin... þið fáið betur að vita af því í næsta vikubloggi,  en það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi

Njótið aðventunnar

Kolbrún


100 dagar

Var að fatta það að það er komin fjórði mánuðurinn sem ég er reyklaus... ég hefði ekki einu sinni trúað þessu sjálf að  ég  gæti þetta.

100 dagar 

sinnum 600 kall pakkinn

það gerir 60000 kr að minnsta kosti

Best að fara og láta dekra við sig 

jarijei

Kolbrún með aukafærslu heh


Hugað að jólum

Heil og sæl

Nú er stutt í jólin... og mikið rosalega hlakkar okkur til að eyða jólunum með fjölskyldu og vinum.  Ég var soldið vængbrotin í fyrra að vera í Danmörku og fannst eins og við værum ein í heiminum, það vantaði svo mikið þegar það vantar fjölskylduna og hefðirnar sem hafa skapast með árunum. 

Við höfum tekið jólaundirbúninginn með trompi í vikunni sem leið, enda stutt í aðventu.  Við höfum bakað smákökur, búið til piparkökuhús, skreytt piparkökur og gætt húsið yndislegum ilm af negulnöglum í mandarínum... það er alveg dýrlegt að koma heim til sína suma daga... bara jólailmur sem er auðvitað bestur í heimi.

Piparkökuhúsið tilbúið  

Og hér er afraksturinn af piparkökumálningu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það er fleira sem stendur upp úr í síðustu viku:

*  Við fengum frábæra gesti til okkar og eyddum með frábæru kvöldi yfir rauðvíni og Grand Marnier, en það kvöld áttum við með Dofra vini okkar og Daniel kærastanum hans.  Daniel er alger listamaður og teiknaði meðal annars mynd af Emil fríhendis með blíanti á 10 mínútum...

*  Jón Ingi keppti á laugardaginn á silfurleikum ÍR í Laugardalshöll... hann náði á því móti að bæta sig í öllum sínum greinum.   Þvílíkt sem ég er stolt af þessum strák.

*  Við hjónin skelltum okkur í leikhús á sunnudagskvöldið og sáum Vestrið eina í Borgarleikhúsinu.  Algert snilld og hlátur mest allan tíman.... mæli með þessarri sýningu.

*  Nú svo var það blessuð gubbupestin sem heimsótti okkur í vikunni en hún var ekki velkominn og hefur verið hent úr húsi og fólk því óðum að jafna sig eftir þessa óboðnu heimsókn.  

Ný vika er hafinn... vika sem er hellingur er á dagskrá hjá okkur fjölskyldunni og bara tilhlökkun:)

Vinirnir Emil og Dofri

 

 

 

 

 

 

 

 

Kíkið á nýjar myndir frá síðustu viku í nýju albúmi

Kv

Kolbrún


Brúðkaupsvikan

Gift í 14 árÞað var mikið tilstand þann 12 nóvember 1994 þegar við "krakkarnir" gengum í heilagt hjónaband í Lágafellskirkju... ungfrúin gengin 7 mánuði með frumburðin en lét það ekki stoppa sig.  Brúðkaupsdagurinn okkar var yndislegur, eins og brúðkaupsdagar eiga að vera.  Á hverju ári minnumst við þessa dags með því að gera okkur einhvern dagamun og auðvitað var ekki breyting á því þetta árið.

Við áttum okkar uppáhaldsveitingarstað þegar við vorum að kynnast, en það var Veitingarstaðurinn Madonna við Rauðarárstíg.  Við endurnýjuðum kynnin við þann stað á brúðkaupsafmælinu okkar og urðum ekki fyrir vonbrigðum... allt eins og það átti að vera og maturinn fullkominn.  Við erum því að hefja okkar 15 ár í hjónabandi í þessarri viku... við fögnum vonandi enn flottara fimmtán ára brúðkaupsafmælinu, það er eitthvað svo fullorðins heh

Annars hefur vikan okkar verið alveg frábær og mikið um að vera

*  Það var frí í leikskólanum hjá Emil á mánudaginn og hann fékk að koma með mér í vinnuna.  Hann var svo glaður þegar ég sagði honum frá því að hann fór að tjá sig um það að hann hefði oft dreymt það að hann væri í vinnuni minni, en loksins fengi hann að fara í alvörunni.  Hann var auðvitað eins og ljós með mér hálfan daginn, enda nóg um að vera á mínum vinnustað fyrir svona gutta.

*  Ég fór í saumaklúbb í vikunni og það var bara í einu orði sagt frábært.  Við stofnuðum saumaklúbbinnn okkar árið 1990 og hefur hann starfað ótrauður síðan, þrátt fyrir smá útlandastand á sumum okkar.  Við erum fjórar heima a Íslandi núna og þvílík hamingja að hitta þessar stelpur aftur eftir svona langan aðskilnað.  En það vantar eina í hópinn, hún býr í Frakklandi sem stendur.  Ég hreinlega vona að þessi saumaklúbbur minn eigi eftir að endast um aldur og ævi...

*  Við Emil fórum á krakkadaga í Smáralind um helgina... hann skemmti sér mjög vel enda í góðum félagsskap með Páli Óskari, Skoppu og SKrítlu auk þess sem hann fékk andlitsmálningu þannig að hann varð eins og Spiderman sjálfur

Emil fékk mynd af sér með Páli Óskari og stórt plakat með eiginhandaráritunEmil og Skrítla

 

 

 

 

 

 

 

 

*  Nú meira markvert... Jón Ingi kláraði sinn fyrsta kúrs í Háskólanum í Reykjavík en það var Pétur Blöndal sem hefur verið að kenna honum síðan í haust fjármálastærðfræði.... ég get ekki neitað því að ég er stolt af stráknum

*  Á föstudaginn fór ég á starfsdag í vinnunni minni en yfirskrift dagsins var  "þú ert það sem þú hugsar".  Það var Guðjón Bergmann sem var með þetta námskeið sem stóð yfir í 3 klukkustundir og þvílík upplifun að fá að sitja svona námskeið... þetta fyllti mig orku og jákvæðni og ég hreinlega fór út af námskeiðinu í háloftum.... Verst er hvað maðurinn minn hefur kvartað, því að hann segir að ég hafi fengið 3 tíma námskeið en hann hafi fengið heilt helgarnámskeið frá mér hehehe.... ég þurfti svo mikið að segja honum frá:)

*  Jón Ingi er komin með hlaupabakteríuna.... hann hleypur alla daga og í vikunni tók hann þátt í sinni fyrstu keppni í 10 km hlaupi... hlaup sem kallast poweraid hlaup.  Hann að sjálfsögðu kláraði sig flott af þessum kílómetrum og kom í mark á 51 mínútu.  Nú stefnir hann á að bæta sig í næsta hlaupi sem mér skilst að sé innan skamms.

*  Annars svo sem ekki mikið meira sem gerðist í okkar viku... við fórum að sjálfsögðu og hittum fjölskyldurnar okkar um helgina.... 

Heyrumst í næstu viku

Fullt af nýjum myndum í nyju albúmi

Kolbrún


Tölvan að stríða mér

Loksins eru komnar inn myndir vikunnar.... ég er búin að vera í bölvuðu basli með þetta því að tölvan mín DRUSLAN krasssaði og þurfti að fara í heimsókn í Nýherja... ég hef nú endurheimt hana heila á húfi og eins gott að ég taki afrit af myndunum mínum áður en hún krassar endanlega

En við fjölskyldan erum búin að eiga góða viku sem fyrr... enda markmið okkar í lífinu að gera hvern einasta dag eftirminnilegan og njóta lífsins

Það sem stendur upp úr er:

*  Emil fékk loksins að taka bangsa sem heitir Björn Brallari með sér heim úr leikskólanum en þessi bangsi fer á milli barnanna og dregið er um hvert hann fer næst... mikið var Emil búin að bíða eftir þessu tækifæri og vissum við hreinlega ekki af Emil allan daginn, svo upptekin var hann að því að sýna Birni Brallara húsið og leika við hann

*  Ég fór heilan dag og fram á kvöld á haustfund SSr sem var haldin í Bláa Lóninu... það var alveg hreint frábær dagur, frábærir fyrirlestrar og mikið sem settist fast í heilabúið mitt eftir daginn.  EIns fannst mér æðislegt að fá að smakka nýjan mat sem ég hef aldrei prófað áður en við fengum tildæmis Blálöngu í hádegismat... og Kálfasteik í kvöldmat sem hreinlega bráðnaði upp í manni.

Fór á haustfund SSR í Bláa Lóninu í vikunni, hér erum við RósaÉg, Kata og Hólmasundsforstöðukonan á hátíðarkvöldverði í Bláa lóninu

 

 

 

 

 

 

 

 

*  Við fórum og tókum smá forskot á jólin og heimsóttum húsasmiðjuna um helgina.  Ég bauð strákunum upp á kjötsúpu sem er seld þar í hádeginu á 190 kr skammturinn.  Fjórir diskar af æðislegri kjötsúpu rann ljúft niður í alla og í eftirmat var splæst í ís á tíkall

*  Við skoðuðum að sjálfsögðu jólalandið í Blómavali við mikla hrifningu, sérstaklega litla mannsins á heimilinu

Sætir bræðurÉg með Hafstein og Emil i jólalandinu

 

 

 

 

 

 

 

 

*  Við fórum líka í fjölskyldu og húsdýragarðinn á laugardaginn og þvílíkt sem bræðurnir skemmtu sér vel.  Það sem stóð upp úr þar var að þeir fengu allir að fara á hestbak og var það algert æði.

Auðvitað var allur garðuinn skoðaður hátt og lágt og allir skemmtu sér vel

*  Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur á heimilinu en bræðurnir fóru með mér í búð og völdu fallega könnu til að gefa pabba sínum á feðradegi.  Á könnunni er ljóð um yndislega pabba:)

*  Á sunnudag fórum við svo í heimsókn til tengdó og svo beint í kaffi til mömmu og pabba en þar hittist öll fjölskyldan til að minnast afa míns sem dó á þeim degi fyrir ári síðan.  Mikið sakna ég hans og á eftir að sakna hans meira um jólin.  En fjölskyldan átti góðan dag saman á sunnudaginn:)

*  Á sunnudagskvöldið hittumst við svo skvísurnar úr Þroskaþjálfaskólanum, ég , Gunna, Særún, Dóra og Ella - notuðum tækifærið af því að Dóra var í bænum og áttum skemmtilegt kvöld þar sem var sötrað rauðvín og borðaðir ostar með

Gunna, Ella, ég, Dóra og Særún

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var vikan okkar svona sirka bát...

Einhver var að spyrja um hreyfinguna í síðustu kommentum og ég get staðfest það hér og nú að ég fer á hverjum einasta degi í World Class og tek vel á því og nýt þess í botn

Ég er ennþá hætt að reykja og Hlynur er líka alveg hættur að reykja þannig að heimilið er reyklaust

Njótið vikunnar sem nú er hálfnuð og ég vona að ég komi inn nýrri færslu fyrr í næstu viku en núna

Kolbrún out

 

PS.... fullt af nýjum myndum í nýju albúmi


Halloween blogg

Jæja, loksins loksins... ÞAÐ ERU KOMNAR FULLT AF NÝJUM MYNDUM Í NÝTT ALBÚM

Annars hefur síðasta vika verið annasöm hjá okkur fjölskyldunni en það sem hefur kannski einkennt þá viku eru Halloween stemmningin sem hefur ríkt á heimilinu....

Hafsteinn fór fyrst á Halloween ball í skólanum og fór í búning sem ég fékk lánaðan hjá Hrefnu vinkonu mínni (takk fyrir lánið Hrefna mín)

Jón Ingi fór svo kvöldið á eftir á Halloween ball í skólanum og var einhver pönkari að hans hætti 

Á föstudaginn sem var svo aðal Halloween dagurinn fóru þeir bræður allir saman og gengu í hús og sögðu grikk eða gott og fengu helling af nammi... þessu kynntust þeir í Danmörku í fyrra en það virðist sem þetta sé ekki komið eins langt hingað til lands... en trúlega verður ekki langt í það:)

Mér finnst þetta allra flottasta myndin af Hafsteini  Hrikalega glaðir með afrakstur kvöldsins

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er það var fleira sem gerðist í vikunni hjá okkur

Unglingurinn fór í klippingu og það telst til tíðinda

Yngsti sonur fékk persónulegt bréf í pósti frá sjáfum íþróttaálfinum og þegar hann opnaði það hefði ég gefið mikið fyrir að hafa haft vídeokameru.... litli íþróttaálfurinn minn á eftir að geyma póstkortið frá íþróttaáflinum eins og gull

Við fórum í Smáralind í vikunni og fórum á SÖngvaborgardaga og þvílíkt sem var gaman... þar fékk EMil að sjá allar þessar týpur sem hann þekkir svo vel úr Söngvaborg, Masa, Lóu ókurteisu og auðvitað Siggu og Maríu.... ég keypti fyrir hann nýja dvd diskinn og honum fylgdi Masa bangsi sem hefur verið viðhengi síðan hann fékk þetta

Emil með SIggu Beinteins  

Emil með nýjasta bangsann sinn hann MASA úr Söngvaborg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á laugardagskvöldið fórum við svo i hjónaklúbb með stelpunum úr þroskaþjálfaskólanum (aftasta línan heh) og mökum okkar og börnum.  Við vorum því allt í allt 17 manns en þó vantaði Dóru Heiðu og Steina og strákana þeirra tvo....

Kvöldið var rosalega skemmtilegt en sá háttur var á að hver og ein fjölskylda kom með einhvern rétt á hlaðborðið.  Mér fannst það rosalega skemmtilegt að fá að velja úr svona mörgum réttum og mest spennandi fannst mér að fá að smakka Steinbít að hætti Særúnar en Steinbít hef ég aldrei smakkað áður... og mikið rosalega var hann góður.

Ég og GunnaHjónaklúbbur

 

 

 

 

 

 

 

 

 Nú svo var sunnudagurinn tekin með trompi hjá elsta syni.  Óskar bauð honum að hlaupa með sér 10 kílómetra og fór Jón Ingi með honum.... erfitt en honum tókst að hlaupa 10 kílómetra á rétt innan við klukkustund... geri aðrir betur... ég held að Jón Ingi sé að fá hlaupabakteríu en hann æfir frjálsar íþróttir þar sem hlaup eru ein af hans uppáhaldi.

Yngsti sonur og miðsonur fóru í bíó með pabba sínum.... geimaparnir... strákarnir skemmtu sér vel en húsbóndinn var ekki eins hrifinn:)

Þetta var vikan okkar svona sirka...

Ný vika byrjuð og vonandi með nýjum ævintýrum

Fullt af nýjum myndum í albúmi

Kolbrún out

 


Löt

Var að koma heim af foreldrafundi tilvonandi fermingarbarna..... og er í þessum töluðu orðum að úða í mig heilum poka af mósartkúlum.  Eins gott að taka vel á því í ræktinni á morgun...

Ég hlýt að nenna að setja inn góða færslu annaðkvöld með myndum og alles þar sem kallinn er að vinna.

Kv

Kolla


Sálarblogg

SUnnudagskvöld... hvað þýðir það?  Jú, kannski von á nýrri færslu frá frúnni ef hún nennir og myndum  vikunnar.  Þið eruð heppinn þetta sunnudagskvöld, því ég nennti þessu hehe.

Við erum annars búin að eiga ágætis viku.... Strákarnir stóru voru í vetrarfríi í skólanum á fimmtudag og föstudag og höfðu það gott hérna heima.  

Fyrsti alvöru snjórinn lét sjá sig við mikla hrifningu strákanna minna.... en minni var hrifningin mín því ég er drulluhrædd við að keyra í þessarri hálku... þetta er næstum það eina sem ég virkilega sakna frá Danmöku, það er veðrið....

Talandi um Danmörku, þá sendi ég góðar kveðjur þangað til vina okkar Bertu og Ragga en þau skírðu litla strákinn sinn þar í dag, Sigurð Karl... æðislegt nafn og sætum strák og óskum við þeim báðum og auðvitað Hermanni stóra bróður til hamingju með daginn.

Við gerðum ýmislegt í vikunni en það sem stendur hæst er:  "Tónleikar" með Sálinni hans Jóns míns sem ég upplifði í World Class.... ef þið bara vissuð hvað ég dýrkaði þessa hljómsveit á mínum yngri árum og geri enn... þeir hafa ekkert breyst... bara góðir.  Þeir eru þeir einu sem hafa fengið mig til að dansa upp á borði á Gauk og Stöng (mannstu Særún hehe) fyrir utan Bjögga Halldórs á Broadway hérna um árið.

Okkur var boðið í óvænta matarveislu til tengdó á föstudagskvöldið... fengum að smakka nýstárlegt Lasagne sem ég þarf að fá uppskriftina af... takk fyrir okkur:)

Við eyddum líka kvöldi með góðum vinum, Gunnu og Óskari og Erlu Björg, þar sem var borðuð pizza og mikið hlegið.... það er alltaf jafn gaman að vera í þeirra félagsskap.

Auðvitað fullt fleira sem við gerðum í vikunni og kannski best að myndir vikunnar segi sögu vikunnar..... 

Að lokum...REYKLAUS Í TVO MÁNUÐI og fór 6 sinnum í World Class þessa vikuna ( ekki að ég sé neitt að monta mig sko hehehehe)

Vetrarleg mynd af EmilMér finnst þetta bara sæt mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklu fleiri myndir í nýju albúmi...

Næsta vika... óskrifuð... en við ætlum að sjálfsögðu að láta okkur líða vel og halda áfram að búa til skemmtilegar minningar

Þar til næst

Knúsið hvert annað

KOlbrún out

 


Eruð þið byrjuð að bíða eftir nýjum fréttum - fréttum vikunnar:)

Þreytta húsmóðirinn svaf af sér sunnudagskvöldið, missti af Dagvaktinni og alles (mér skilst á eiginmanninum að Dagvaktin hafi ekki verið neitt sérstök í gærkvöldi) og þar af leiðandi fenguð þið heldur ekki vikubloggið í gærkvöldi:)

En hér koma helstu fréttir vikunnar af okkur 

*  Ég er byrjuð að vinna aftur og mikið er gott að komast í Hólabergið sitt aftur:)

*  Ég fór aftur alla daga vikunnar í World Class og ég virkilega er að finna mig þar 

*  Við fórum í eitt afmæli, tvöfalt afmæli hjá Antoni og Aniku... bara gaman

*  Við hittum kunningja okkar frá Horsens sem eru stödd á landinu í vetrarfríiinu, þau Hall, Steinunni, Áróru og Árna Hrafn og við borðuðum með þeim og áttum notalega kvöldstund.

*  Við fengum okkur líka pizzu með Særúnu, Bjössa og börnum í vikunnni

*  Jón Ingi fór í æfingarbúðir í frjálsum íþróttum í Þorlákshöfn um helgina, honum er að ganga rosalega vel í frjálsum.

*  Við fengum að vita fermingadag frumburðarins í vikunni en hann verður fermdur þann 29. mars 2009..... spáið í að ég eigi fermingarbarn

*  Við hjónin skelltum okkur í flensusprautu í dag í boði SSR... mér fannst það vont, en ekki Hlyni.  Hann er greinilega meiri nagli en ég 

Áróra og EMil með Árna Hrafn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrír ættliðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er það nýja vikan sem nú er hafin... hún er enn óskrifað blað :)

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi frá liðinni viku

Enjoy

Kolbrún


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband